Norrænar bakdyr að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna

12.09.19 | Fréttir
Stage door for climate supporters
Photographer
Unsplash
Engar áhyggjur. Þú þarft ekki að fljúga alla leið til Madrid til að fylgjast með loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í ár. Komdu til Stokkhólms og stígðu inn um sýndarbakdyr að COP25 í Madrid. Þær verða opnar frá 2.–13. desember.

Um allan heim fer ungt fólk í loftslagsverkföll og krefst aðgerða strax. Skorað er á stjórnvöld að leyfa yngri kynslóðum að koma að ákvörðunartökum.

Hið norræna samstarf tekur þeirri áskorun.

Mundu dagsetningarnar

Frá 2.–13. desember ætlum við að búa til sýndarbakdyr frá Stokkhólmi að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madrid á Spáni, COP25.

Gakktu inn um dyrnar í Norrsken í miðbæ Stokkhólms og taktu þátt í loftslagstengdum viðburðum þar sem hægt verður að fylgjast með og taka þátt í umræðum sem fara fram í Madrid þar sem leiðtogar heims koma saman til að leita lausna á loftslagsvandanum.

Tökum umræðuna!

Eftirfarandi mun eiga sér stað: Norrænu löndin munu koma upp tveimur sameiginlegum skálum, einum í Madrid og einum í Stokkhólmi, og tengja þá saman með hátæknibúnaði. Markmiðið er að stofna til loftslagsviðræðna og deila þekkingu yfir Atlantshafið.

  • Við munum bjóða sérfræðingum, ráðherrum, þjóðarleiðtogum og síðast en ekki síst almenningi, einkum ungu kynslóðinni, að taka þátt í gleðinni. Þátttaka ykkar skiptir sköpum.
     
  • Við munum ræða helstu og erfiðustu áskoranir í loftslagsmálum, bæði í norrænu samhengi og á heimsvísu.
     
  • Við munum leggja áherslu á norrænar lausnir á vandamálum á heimsvísu og ávinninginn af þeim fyrir aðrar þjóðir.   
     
  • Við munum varpa fram nýjum spurningum og leita svara sem geta ýtt undir aðgerðir í þágu loftslagsins.

Ekki skömmun heldur efling lýðræðis

Þetta snýst ekki um flugskömmun. Hið norræna samstarf hefur mikla trú á því að taka þátt í og styðja við alþjóðlegar viðræður. Án þeirra verða engin vandamál leyst. Að okkar mati er þó hægt að nýta samskiptabúnað við alþjóðlega viðburði til þess að fækka flugferðum og minnka kolefnisfótspor okkar.

Mikilvægasti þátturinn í þessu er þó að veita þeim sem alla jafna eiga þess ekki kost að taka þátt í viðræðunum og sem kann að þykja það snúið að fylgjast með öllu saman utan frá tækifæri til að sjá hvað í raun og veru á sér stað þegar leiðtogar heims hittast til að koma sér saman um leiðina fram á við.

Þetta er framtíðarsýn okkar

„Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ segir í hinni nýju framtíðarsýn norræns samstarfs. Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna ætlum við að sýna hvað felst í þessu í raun og veru undir hvatningarorðunum „Nordic Climate Action“.

Leggðu því dagsetningarnar á minnið hvort sem þú verður í Madrid eða Stokkhólmi og taktu þátt í norrænu samstarfi um að grípa til aðgerða, draga úr loftslagsáhrifum og finna lausnir við ofhitnun jarðar.

Nær þetta til þín?