„Loftslagaaðlögun krefst öflugri pólitískrar forystu“

09.12.23 | Fréttir
man står står på väg med vatten till knäna
Photographer
Thomas Traasdahl/Ritzau Scanpix
Á sama tíma og loftlagsviðræður í Dubai um alþjóðlegan ramma um loftlagsaðlögun ganga hægt miðlar norræna samstarfið reynslu af því að starfa með beinum og staðbundnum hætti að því að aðlaga borgir og strandir að veðuröfgum og öðrum loftlagsáhrifum.

Í takt við versnandi áhrif loftslagsbreytinga eykst þörfin fyrir að aðlaga samfélög okkar að loftslagsbreytingum og auka viðnám þeirra gagnvart veðuröfgum á borð við þurrka, storma og miklar rigningar.

Á COP28 í Dubai er beðið ákvörðunar um ramma um loftlagsaðlögun og fjármögnun á heimsvísu.

 

Úr alþjóðlegu samhengi til sveitarfélaga

Víða um heim reyna stjórnmálamenn og íbúar að skilja fyrir hvaða áhrifum samfélög þeirra komi til með að verða fyrir og hvað loftlagsaðlögun felur í sér í staðbundnu samhengi
 

Sérfræðingar og stjórnmálamenn sögðu frá reynslu sinni undir yfirskriftinni „Mainstreaming adaptation at the local level, the role of national and regional authorities and Nordic cooperation“ í norræna sýningarskálanum hinn 9. desember.

Flóð í Kaupmannahöfn

Adrian Lema er yfirmaður dönsku veðurstofunnar í Kaupmannahöfn, þar sem flóð vegna mikilla rigninga eru nú þegar greinileg afleiðing loftlagsbreytinga. 
 

„Þó að loftlagvandinn hafi ólík áhrif á fólk á ólíkum stöðum er lykilatriði að við vinnum saman. Fyrstu skrefin snúast um að gera flóknar rannsóknarniðurstöður skiljanlegar og nothæfar fyrir venjuleg lítil sveitarfélög. Hér ættum við að geta straumlínulagað upplýsingarnar okkar,“ segir Adrian Lema.

Samstarf vísindamanna og íbúa

Finnland hefur nýlega útbúið landsáætlun um loftlagsaðlögun sem hefur leitt til þess að mörg sveitarfélög hafa sett málefnið á dagskrá.


Anna Salminen hjá finnska landbúnaðar- og skógræktarráðuneytinu greindi frá velheppnuðu staðbundnu samstarfi milli vísindamanna og samískra hreindýrahirða í samíska loftlagsráðinu. 


Í þessu samstarfi sameinast hefðbundin þekking Sama á því hvernig loftslag hefur áhrif á staðbundnar aðstæður og nýjasta þekking vísindamanna.

Sjónarhorn samstöðu

Hreyfingar ungmenna í loftlagsmálum hafa þar til nýlega að mestu kallað eftir minnkun umhverfisáhrifa en ekki tekið virkan þátt í umræðum um loftlagsaðlögun.

Finnur Ricart Andrason, formaður Ungra umhverfissinna á Íslandi segir að nú þegar loftlagsáhrifa sé orðið vart staðbundið sé komið í ljós hve mikilvægt það sé að ræða einnig um loftlagsaðlögun. 

En sjónarmiðið verður að vera að sýna samstöðu með þeim löndum sem verða fyrir mestum áhrifum. 
 

„Loftslagaaðlögun krefst öflugri pólitískrar forystu. Þrátt fyrir að við þurfum að aðlagast loftlagsbreytingum verðum við að halda áfram að vinna jafn hart að því að draga úr losun. Endurheimt náttúru og votlands er góð leið til að slá tvær flugur í einu höggi,“ segir Finnur Ricart Andrason.

Náttúrumiðaðar lausnir á loftslagsmálum og líffræðilegri fjölbreytni

Náttúrumiðaðar lausnir sem leið til að leysa bæði loftlagsvandann og minnkun líffræðilegrar fjölbreytni eru í forgangi í norrænu samstarfi.

En ef náttúrumiðuðum lausnum er beitt rangt geta þær haft hættu í för með sér fyrir samfélög. Þetta var rætt af Samaráðinu, vísindamönnum og fulltrúum ungmennasamtaka í norræna skálanum á COP28 hinn 9. desember.

„Það er mikilvægt að líta ekki einungis á náttúrumiðaðar lausnir sem loftlagsaðgerð heldur einnig sem leið til að auka líffræðilega fjölbreytni,“ sagði Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor í vistfræði við Háskóla Íslands.

Samkeppni um fjármögnun á COP28

Í alþjóðlegu samhengi sýnir ný skýrsla að lönd heimsins bregðast hægt við að því er varðar fjármögnun, skipulag og framkvæmd loftlagsaðlögunar.

COP28 fór virkilega vel af stað með ákvörðun um sjóð fyrir tjón og tap.

Henry Neufeldt, yfirmaður áhrifa- og aðlögunarmats hjá loftlagsmiðstöð Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn, óttast að framvinda í „tjón og tapi“ geti þýtt skref aftur á bak fyrir fjármögnun loftlagsaðlögunar.


„Það væri óheppileg útkoma,“ sagði hann í norræna skálanum.