Verðlaunahátið Norðurlandaráðs sjónvarpað á öllum Norðurlöndunum

29.10.18 | Fréttir
Oslo Opera
Photographer
Nancy Bundt - Visitnorway.com
Flestir Norðurlandarbúar geta fylgst með heima í sófa þegar greint verður frá því hverjir hljóta verðlaun Norðurlandaráðs 2018, þriðjudaginn 30. október. NRK1 sendir frá afhendingu verðlauna Norðurlandaráðs í Norsku óperu- og balletthúsinu í Ósló. Útsendingin hefst kl. 19.45 en einnig verður sýnt frá hátíðinni á hinum Norðurlöndunum.

Hinir þekktu þáttastjórnendur Linda Eide og Hans Olav Brenner stýra stjörnum prýddri verðlaunahátíðinni þar sem haldið verður upp á það besta frá þessu ári á sviði menningar og umhverfismála. Áhorfendur fá einnig að sjá flutning Susanne Sundfør, Dagny Norvoll Sandvik, Jan-Erik Gustafsson, Óperukórsins og Norsku útvarpshljómsveitarinnar.


Verðlaunahátíðin verður send út á öllum norrænu almannaþjónustustöðvunum:

  • Noregur: NRK1, 30. október kl. 19.45 (að norskum tíma)
  • Finnland: Yle ”Areena”, 30 október kl. 20.45  (að finnskum tíma)
  • Danmörk: DRK, 30. október kl. 20.00 (að dönskum tíma) 
  • Ísland: RUV, 30. október (verður uppfært)
  • Færeyjar:  KVF, 30. október kl. 17.45 (að færeyskum tíma)
  • Svíþjóð:  SVT ”Kulturstudion”, 1. desember kl. 21.30 (verður uppfært)

Vakin er athygli á því að ekki er hægt að fylgjast með streymi frá verðlaunahátíðinni á www.nrk.no utan Noregs.


Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Mette-Marit krónprinsessa, Gunilla Bergström rithöfundur, Jakob Oftebro leikari og Sofia Jernberg tónskáld afhenda verðlaunin, 350.000 danskar krónur og verðlaunastyttuna „Norðurljós“.. 


Um verðlaun Norðurlandaráðs

Norðurlandaráð veitir ár hvert fimm verðlaun til þess að vekja athygli á bókmenntum, tungumáli, tónlist og kvikmyndum Norðurlandanna ásamt nýskapandi aðgerðum á sviði umhverfismála.