Eruð þið ung og áhugasöm um umhverfismál? Þið getið haft áhrif á samning SÞ um líffræðilega fjölbreytni!

plakat med texten, No nature, no future
Ljósmyndari
Markus Spiske/Unsplash
Í vaxandi mæli er nú litið á náttúrukreppu sem knýjandi framtíðarverkefni samhliða loftslagsbreytingunum. Sameinuðu þjóðirnar vara við svo alvarlegum vanda á sviði líffræðilegrar fjölbreytni að aðgengi að mat, hreinu lofti og vatni sé í hættu. En það er hægt að snúa þróuninni við. Orðin er til hreyfing til þess að ungt fólk á öllum Norðurlöndunum geti haft áhrif á nýja alþjóðasamninginn um líffræðilega fjölbreytni. Takið þátt!

Skýrsla rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í maí 2019 vakti marga til umhugsunar. Í henni kom fram að af átta milljónum dýra- og plöntutegunda á jörðinni er ein milljón í útrýmingarhættu.

Ástæðan er ofnotkun auðlinda á landi og í hafi, mengun og breytingar á loftslagi af mannavöldum.

Vandinn sem steðjar að loftslaginu og líffræðilegri fjölbreytni er í báðum tilvikum aðkallandi. Um nátengd mál er að ræða sem leysa þarf samtímis.

Norðurlöndin hafa ákveðið að styðja við þátttöku ungs fólks í umhverfismálum og hlusta á kröfur þess.

Norrænt samstarf býður ungum Norðurlandabúum upp á fjármagn, verkfæri, fundarstaði, pólitískt samráð og möguleikann á að koma ráðleggingum sínum á framfæri við norrænu ríkisstjórnirnar og í alþjóðlegum samningum um líffræðilega fjölbreytni.

HLUSTIÐ Á SKILABOÐ UNGS FÓLKS TIL FORSÆTISRÁÐHERRANNA:

Takið þátt og snúið við þróuninni!

Á árunum 2020 og 2021 fara fram viðræður um alþjóðlegan samning á ráðstefnu SÞ um líffræðilega fjölbreytni, Convention on Biological Diversity (CBD).

Lokaviðræðunum sem fara áttu fram í Kunming í Kína í október 2020 var frestað til 2021 vegna COVID-19-faraldursins en undirbúningsvinnan stendur yfir.  

 

Ungt fólk á Norðurlöndum hefur ýmis tækifæri til að hafa áhrif á nýja alþjóðasamninginn.

Hægt er að taka höndum saman við aðra og gera kröfur til stjórnmálafólks í landi sínu. Einnig er hægt að taka þátt í norrænu ferli þar sem ungt fólk sameinast þvert á landamæri um sameiginleg tilmæli og skilaboð til þeirra sem annast samningaviðræðurnar.

Þegar lönd heimsins koma saman árið 2021 til að leggja lokahönd á samninginn sem ætlað er að koma í veg fyrir að fleiri tegundir og vistkerfi glatist mun sendinefnd norrænna ungmenna koma að borðinu.

Sendinefndin verður skipuð fulltrúum ungmenna frá öllum Norðurlöndum og fær tækifæri til að koma tilmælum sínum á framfæri við þau sem annast samningaviðræðurnar.

Hver verða skilaboð norrænna ungmenna til heimsins?

Í fundaröð fyrir ungt fólk víðs vegar á Norðurlöndum á árinu 2020 og vorið 2021 verður til megináhersla skilaboða sendinefndar unga fólksins til samningafólksins.

Ungt fólk hefur með stuðningi norræns samstarfs og norrænu ríkisstjórnanna skipulagt fundi í Kaupmannahöfn, Helsingfors, Þórshöfn og Stokkhólmi í janúar, í Reykjavík í febrúar, í Nuuk í september og í Kautokeino í desember.

Þátttakendur hafa tekið afstöðu til lykilspurninga er varða nýjan alþjóðasamning um líffræðilega fjölbreytni.

Um leið stendur ungt fólk víðs vegar á Norðurlöndum fyrir stafrænum mótmælum, fundum og vefnámskeiðum og skrifar greinar.

Mynduð hefur verið norræn undirdeild í Global Youth Biodiversity Network en tilgangur hennar er að virkja fleira ungt fólk til þess að hafa áhrif á nýja samninginn.

Ungmenni alls staðar að á Norðurlöndum verða að reyna að koma sér saman um sameiginlegar kröfur til samningafólksins með góðum fyrirvara áður en viðræður Sameinuðu þjóðanna hefjast, framlag ungs fólks á Norðurlöndum sem birtist í stöðuskjali.

Hreyfingin er komin af stað! Takið þátt í umræðunum hér:

Þannig hefur þú áhrif

Til stóð að halda Nordic Youth BIodiversity Summit í miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn 28.–29. mars 2020 en því var frestað vegna covid-19-faraldursins.

Faraldurinn kom einnig í veg fyrir fund aðildarlandanna 196 í Kunming í Kína í október (COP14) en honum var frestað til 2021.

Framlag norrænu ungmennanna verður þess í stað til í stafrænu ferli vorið 2021.

Í ferlinu verður gerð könnun á afstöðu ungra Norðurlandabúa til líffræðilegrar fjölbreytni, búið til uppkast, samráðslota ungmennahreyfinga og stafræn ráðstefna sem er öllum opin þar sem uppkastið verður unnið í endanlega mynd, stöðuskjalið.

Þessu verður miðlað til Sameinuðu þjóðanna og norrænu ríkisstjórnanna.

Verið virk og takið þátt í umræðum á samfélagsmiðlum undir myllumerkjunum #biodiversity2020 og #naturkrisen 

GÆTIÐ ÞESS AÐ LÁTA MINNA YKKUR Á ÞEGAR TÍMI ER KOMINN TIL AÐGERÐA:

Hvað er í húfi í náttúrunni?

Þangað til er hægt að undirbúa sig með því að bæta við þekkingu sína og ræða við aðra.

Norrænt samstar hefur tekið saman „10 staðreyndir um líffræðilega fjölbreytni á Norðurlöndum“ sem sýna hvernig vandinn birtist á Norðurlöndum og hvernig hann tengist lífsstíl okkar og neysluvenjum.

Nýtið þær sem grundvöll til umræðna! Appið virkar á öllum Norðurlandamálunum og ensku.

Auktu þekkingu þín og vina þinna

Til að auðvelda ungu fólki að taka þátt í ferlinu hefur norrænt samstarf útbúið verkfæri til að auka þekkingu og hafa áhrif.

Efnið endurspeglar það nýjasta úr vísindunum og inniheldur margar lykilspurningar varðandi nýjan alþjóðasamning um líffræðilega fjölbreytni.

Einnig inniheldur það leiðarvísi fyrir vinnustofur og möguleika á að senda inn athugasemdir og innlegg í viðræðurnar. Verkfærakassinn varð til í samstarfi við alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin, WWF. 

Hver sem er getur hlaðið niður verkfærakassanum án endurgjalds. Appið virkar á öllum Norðurlandamálunum og ensku.