10 staðreyndir um Norðurlönd og norrænt samstarf

Ny logo
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Vissir þú að Norðurlönd eru eitt stærsta efnahagssvæði heims. Eða að Norðurlandabúar hafa notið frjálsrar farar á vinnumarkaði í meira en 60 ár? Hér eru 10 fróðleiksmolar um Norðurlönd og norrænt samstarf

1. Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og löndin stefna að því að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði veraldar.

 

2. Við erum á meðal þeirra ríkustu í heiminum miðað verga landsframleiðslu á höfðatölu og höfum náð árangri við að aðlaga velferðarkerfi okkar að efnahagskerfi heimsins.

 

3. Vinnumarkaður á Norðurlöndum hefur verið opinn og frjáls í rúm 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað fært sig um set milli landanna.

 

4. Norðurlönd eru opin gagnvart umheiminum og axla ábyrgð á alþjóðavettvangi. Löndin eiga víðtækt samstarf við nágrannalöndin og alþjóðastofnanir, til að mynda í baráttunni gegn mansali og fyrir verndun lífríkisins í Eystrasalti og á norðurslóðum.

 

5. Á Norðurlöndum er mikið lagt upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri og ungt fólk er stutt til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndum.

 

6. Löndin verða vör við mikinn áhuga umheimsins á norrænni byggingarlist, kvikmyndum, mat, tísku og tónlist. Leitast er við að Norðurlönd séu sýnileg og stutt við norræna menningu, bæði innan og utan Norðurlanda, til dæmis með því að veita verðlaun Norðurlandaráðs.

 

7. Á Norðurlöndum er stórkostleg og fjölbreytt náttúra og gífurlegar náttúruauðlindir sem lagt er upp úr að vernda og nýta til framleiðslu á sjálfbærri orku. Norðurlönd eru nýskapandi og vinna saman að því að finna nýjar og snjallar lífhagkerfislausnir.

 

8. Norðurlandaþjóðirnar eru meðal þeirra best menntuðu í heimi og lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum, til dæmis í baráttunni gegn afleiðingum loftslagsbreytinga.

 

9. Norðurlönd eru meðal þeirra svæða heimsins þar sem mest jafnrétti ríkir. Jafnrétti á vinnumarkaði hefur átt þátt í skapa hagsæld á Norðurlöndum. Atvinnuþátttaka norrænna kvenna er hvað hæst í heimi og karlar á Norðurlöndum eiga heimsmet í töku fæðingarorlofs.

 

10. Norðurlöndin verma efstu sætin í mörgum alþjóðlegum mælingum á gagnsæi, trausti, tjáningarfrelsi, umhverfismálum,
og hamingju.