Fjármögnun

Pengar i vattan
Ljósmyndari
Scanpix
Formlegt samstarf Norðurlandanna er fjármagnað að mestu með skatttekjum frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

Sérstök reikniregla ákvarðar hve mikið hvert land greiðir til að standa straum af kostnaði við það starf sem innt er af hendi í Norðurlandaráði, Norrænu ráðherranefndinni og öðrum norrænum stofnunum sem njóta framlaga af norrænu fjárlögunum.

Rekstur Norðurlandaráðs kostar rúmlega 33 milljónir d.kr. á ári og Norrænu ráðherranefndarinnar ríflega 955 milljónir d.kr. Norrænt samstarf kostar því aðeins um 40 danskar krónur á hvern íbúa Norðurlandanna. Það er ódýrt milliríkjasamstarf.

Rúmum þriðjungi fjárlaga Norrænu ráðherranefndarinnar er varið í fjármögnun norrænna stofnana. Fjölmargar stofnanir eru fjármagnaðar að hluta eða öllu leyti á þennan hátt. Norrænu ríkisstjórnirnar og aðilar utan opinbera geirans leggja bein framlög til rekstursins.

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn, sem hefur umsjón með Norrænu kvikmyndaverðlaununum, er til að mynda fjármagnaður til jafns af Norrænu ráðherranefndinni, norrænu kvikmyndastofnununum og fjölda sjónvarpsfyrirtækja í opinberri jafnt sem einkaeigu á Norðurlöndum.

Norræni fjárfestingabankinn (NIB), sem lánar fjármagn til verkefna sem efla samkeppnishæfni og bæta umhverfi, jafnt í þeim löndum sem standa að honum sem í öðrum heimshlutum. Bankinn hefur frá árinu 2005 einnig verið í eigu Eistlands, Lettlands og Litháen. Löndin átta ábyrgjast eigið fé bankans samkvæmt sérstakri skiptingu þar sem Svíþjóð ábyrgist mest og Eistland minnst.

Alþýðusamstarf á vegum Norrænu félaganna, sem byggir á félagaþátttöku almennings, er fjármagnað með félagsgjöldum, fjárveitingum frá ríkisstjórnum Norðurlandanna, styrkjum frá Norrænu ráðherranefndinni, tvíhliða sjóðum og fjárframlögum frá öðrum aðilum.

 

[ Nordiska ministerrådets budget]

Tengiliður