Ný áhugaverð tækifæri til þess að styrkja græna þróun á Norðurlöndum

19.05.21 | Fréttir
Græs med himlen i baggrunden
Photographer
Benjamin Suomela
Norrænt samstarf kynnir græn verkefni og fjölgar tækifærum til að sækja um styrki til verkefna sem stuðla að grænni þróun á Norðurlöndum.

Í anda framtíðarsýnarinnar fyrir árið 2030 um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims beinast mörg þessara verkefna að loftslagsmálum, umhverfismálum og svæðisbundnu samstarfi. Til þess að geta orðið sjálfbærasta og samþættasta svæði heims er mikilvægt að finna góðar lausnir fyrir framtíðina. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem tryggja jafnvægi milli nýtingar og verndar náttúruauðlinda á landi og í hafi til þess að tryggja sjálfbæra þróun fyrir framtíðina. Verkefnin sem nú eru kynnt eru liður í því að stuðla að grænum umskiptum í norrænu samfélögunum og vinna að kolefnishlutleysi og sjálfbæru hringrásarhagkerfi og lífhagkerfi. Sum verkefnanna, sem sækja má um fram til 4. júní, taka til líffræðilegrar fjölbreytni, umbóta á lífríki hafs og strandsvæða, rannsókna á loftmengun og að minnka og koma í veg fyrir skaða af völdum efna sem eru skaðleg heilsu og umhverfi.

Stöðvið tap á líffræðilegri fjölbreytni

Á hverju ári styrkir norræni vinnuhópurinn um líffræðilega fjölbreytni (NBN) norræn samstarfsverkefni sem stuðla að því að stöðva tap á líffræðilegri fjölbreytni. Nú er hægt að sækja um fjárstuðnings til verkefna árið 2022 sem eru í samræmi við tvískipta forgangsröðun NBM. Til greina koma verkefni sem taka annað hvort til líffræðilegrar fjölbreytni eða félagslegrar sjálfbærni. Frestur til að sækja um er til 4. júní.

Tækifæri til að bæta lífríki hafs og strandsvæða

Einmitt nú er einnig hægt að sækja um vegna verkefna sem hafa það markmið að skoða tækifæri til að bæta lífríki hafs og strandsvæða. Til greina koma til dæmis verkefni þar sem umhverfisáhrif aflandsiðnaðar eru rannsökuð, nýjar aðferðir til að vakta hafið mótaðar eða súrnun sjávar og hækkun hitastigs þess rannsakað. Umsóknarfrestur er til 4. júní.

Mörg fleri tækifæri

Sæktu um og taktu þátt í að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta og samþættasta svæði heims!