Bankareikningur í Finnlandi

Pankkitili Suomessa
Hér eru upplýsingar um bankaþjónustu í Finnlandi.

Að opna bankareikning

Ekki er gerð krafa um finnska kennitölu til að opna bankareikning, en viðskiptavinir þurfa þó alltaf að geta framvísað fullnægjandi persónuskilríkjum. Best er að framvísa gildu vegabréfi eða nafnskírteini sem gefið er út af yfirvöldum. Einnig eru ökuskírteini frá Norðurlöndum tekin gild sem skilríki í sumum bönkum. Hafi viðskiptavinur ekki finnska kennitölu kann það að takmarka að einhverju leyti þá þjónustu sem honum býðst, til dæmis hvað varðar greiðslukort og netbanka. 

Yfirleitt er gerð krafa um fullnægjandi ástæðu fyrir því að viðkomandi þurfi finnskan bankareikning, svo sem fastan búsetustað, vinnu eða nám í Finnlandi. Til staðfestingar á vinnuráðningu má til dæmis sýna gildan starfssamning eða launaseðil og sé um nám í landinu að ræða má sýna nemendaskírteini eða inntökubréf frá menntastofnun.

Finnskir bankar geta skoðað upplýsingar um fjárhag fólks sem vill opna hjá þeim reikning. Nánari upplýsingar um bankaþjónustu í Finnlandi má fá hjá bönkunum sjálfum og hjá trygginga- og fjármögnunarráðgjafarþjónustunni FINE.

Bankar sem starfa í Finnlandi eru meðal annars Nordea, Osuuspankki, Danske Bank, Handelsbanken, Säästöpankit, S-Pankki og POP Pankki.

 

Finnskt húsnæðislán vegna húsnæðiskaupa í öðru landi?

Finnskir bankar veita almennt aðeins húsnæðislaun til kaupa á húsnæði í Finnlandi. Hyggist þú taka húsnæðislán hjá finnskum banka til kaupa á húsnæði í öðru norrænu landi skaltu hafa samband við pankann þinn til að ganga úr skugga um hvort að nota megi húsnæðislán frá þeim til að kaupa íbúð í öðru norrænu landi.

Húsnæðiskaup í öðru landi, finnskt húsnæðislán?

Hyggist þú kaupa húsnæði í Finnlandi með láni frá erlendum banka er ekki víst að bankinn þinn samþykki að veita slíkt lán vegna kaupa á húsnæði í Finnlandi. Athugaðu málið hjá þínum banka.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna