Skattar á Álandseyjum
Almenna reglan er að þú greiðir skatt í því landi sem þú starfar í. Á tenglinum hér að neðan um skatta í Finnlandi finnur þú nákvæmar leiðbeiningar um skatta fyrir fólk sem flytur til Álandseyja/Finnlands. Þú getur meðal annars lesið þér til um skattlagningu tekna, almenna skattskyldu og takmarkaða skattskyldu, skattlagningu fjármagnstekna sem og um erfða- og gjafaskatt. Á hinum tenglinum finnur þú ítarlegar upplýsingar frá skattayfirvöldum um skattlagningu launafólks sem flyst til Finnlands.
Hvar fæ ég skattkort á Álandseyjum?
Til að geta greitt skatt af launum þínum þarf vinnuveitandi þinn skattkort sem þú færð frá skattstofu Álandseyja í Maríuhöfn. Muntu að hafa meðferðis gild persónuskilríki.
Frádráttur á Álandseyjum
Á Álandseyjum er leyfilegt að draga frá skatti kostnað við húsnæði vegna vinnu, nám, námslán og sjúkrakostnað. Nánari upplýsingar fást hjá skattstofu Álandseyja eða á skattskýrslufylgiblaðinu „Ålandsbilagan“ nr. 17, 3017r. Hægt er að gera grein fyrir frádrætti á skattskýrslufylgiblaðinu „Ålandsbilagan“ eða með vefþjónustu skattayfirvalda.
Þú getur lesið þér til um allan frádrátt á vefsíðu skattayfirvalda um skattlagningu á Álandseyjum.
Á síðunni má meðal annars finna upplýsingar um frádrátt fyrir ferða- og leigukostnað, sjúkrakostnað, námskostnað, námslán, sjómennskustörf og atvinnu- og lífeyristekjur, grunnfrádrátt, frádrátt af útsvari sveitarfélaga fyrir lífeyristekjur, frádrátt fyrir húsnæði í sveitarfélagi vinnustaðar, upplýsingar um útsvar sveitarfélaga og fleira.
Hvaða reglur gilda ef þú býrð í einu norrænu landi en starfar í öðru?
Nordisk eTax er samvinnuverkefni skattyfirvalda á Norðurlöndum. Hjá Nordisk eTax starfa sérfræðingar skattyfirvalda á Norðurlöndum um alþjóðleg skattamál. Kynntu þér hvaða skattareglur gilda ef þú býrð í einu norrænu landi en starfar í öðru.
Þú býrð á Álandseyjum og starfar í öðru norrænu landi:
Þú starfar fyrir einkaaðila
Þú starfar fyrir hið opinbera
Þú starfar sem listamaður eða íþróttamaður
Þú starfar í Danmörku eða Noregi
Þú starfar í flugáhöfn
Þú starfar sem sjómaður sem siglir á milli landa
Þú starfar á Álandseyjum/í Finnlandi og býrð í öðru norrænu landi:
Þú starfar fyrir einkaaðila
Þú starfar fyrir hið opinbera
Þú starfar sem listamaður eða íþróttamaður
Þú starfar í flugáhöfn
Þú starfar sem sjómaður sem siglir á milli landa
Á síðunum stendur „Finnland“ en upplýsingarnar eiga einnig við um Álandseyjar. Smelltu á tengilinn „Starfað í öðru landi“ hér fyrir neðan og veldu þann kost sem á við um þig.
Nánari upplýsingar:
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.