Almannatryggingar á Álandseyjum

Stofnunin sem hefur umsjón með almannatryggingagreiðslum á Álandseyjum og í Finnlandi heitir Folkpensionsanstalten (FPA).
Hvað eru almannatryggingar?
Að vera tryggð(ur) í landi þýðir að þú nýtur réttinda í almannatryggingakerfis þess lands. Almenna reglan er að fólk er tryggt í því landi sem það starfar í.
Almannatryggingar tryggja fjárhagslegt öryggi fjölskyldna, fólks á eftirlaunaaldri og fólks með fötlun, fólks sem hefur lent í vinnuslysi og fólks með sjúkdóm.
Þú þarft að vita hvaða land ber ábyrgð á almannatryggingum þínum þegar þú flytur.
Ef þú flytur til Álandseyja/Finnlands til að eiga þar fasta búsetu nýtur þú yfirleitt réttinda FPA frá deginum þegar þú fluttir. Þegar þú sækir um bætur leggur FPA mat á því hvort þú teljist hafa fasta búsetu á Álandseyjum/í Finnlandi eða hvort þú njótir réttinda hjá FPA á grundvelli atvinnu. Matið á því hvar þú telst hafa búsetu getur til dæmis grundvallast á flutningum aftur til landsins, langtímavinnu á Álandseyjum/í Finnlandi eða nánum fjölskylduböndum við einstakling sem býr á Álandseyjum/í Finnlandi. FPA getur einnig metið búsetu sem fasta búsetu ef þú hefur áður búið á Álandseyjum/í Finnlandi í eitt ár.
Almannatryggingagreiðslur
Þú getur sótt um bætur frá FPA og FPA-kortið í netþjónustu FPA. Ef þú hefur flutt til Álandseyja/Finnlands og ekki áður sótt um bætur frá FPA eða FPA-kort þarftu að senda inn tilkynningu um flutning til Álandseyja/Finnlands til viðbótar við umsókn um bætur eða FPA-kort. Sendu inn tilkynningu. Þú færð skriflega ákvörðun um bætur senda á heimilisfangið sem þú gafst upp. Ef þú telst hafa flutt til Álandseyja/Finnlands til að eiga þar fasta búsetu færðu FPA-kort. Þú getur athugað stöðu umsóknar þinnar og hvort þú njótir réttinda í almannatryggingakerfinu í netþjónustu FPA. Ef þú átt netbankanúmer fyrir banka á Álandseyjum/í Finnlandi geturðu valið að sækja um í netþjónustu FPA. Nálgast má umsóknareyðublöð á vefsvæði FPA, þar sem hægt er að fylla þau út, prenta og senda í pósti til FPA, PB 10, 00056 FPA.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.