Leiðbeiningar: starfað á Álandseyjum

jobba på Åland
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Hér eru gefnar upplýsingar um það helsta sem hafa þarf í huga í tengslum við atvinnuleit á Álandseyjum.

Ef þú ert að íhuga að leita að þér að vinnu á Álandseyjum eru nokkur atriði sem þú þarft að hafa í huga. Þar á meðal er atvinnuleit, viðurkenning starfsréttinda, skattur, almannatryggingar, flutningar, húsnæði og fleira. Hér að neðan er gátlisti fyrir mikilvæg sem þarf að hafa í huga ef þú vilt vinna á Álandseyjum.

Atvinnu- og dvalarleyfi á Álandseyjum

Ef þú ert ríkisborgari norræns lands getur þú flutt til Álandseyja til að búa þar og starfa án þess að þurfa vegabréfsáritun, atvinnuleyfi eða dvalarleyfi. Upplýsingar um hverjir þurfa atvinnu- eða dvalarleyfi til að flytja til Álandseyja og hvernig skráning fer fram er að finna á síðunni „Atvinnu- og dvalarleyfi á Álandseyjum“.

Atvinnuleit á Álandseyjum

Þú finnur upplýsingar um atvinnuleit á Álandseyjum á vefsíðum Info Norden.

Ert þú í atvinnuleit á Álandseyjum og þiggur atvinnuleysisbætur frá öðru norrænu ríki?

Ef þú færð atvinnuleysisbætur í öðru ESB- eða EES-ríki getur þú yfirleitt fengið þær í allt að þrjá mánuði á meðan þú ert í atvinnuleit. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum Info Norden.

Viðurkenning erlendra prófgráða á Álandseyjum

Hér eru gefnar upplýsingar um hvernig þú færð erlenda prófgráðu viðurkennda á Álandseyjum. Einnig eru gefnar upplýsingar um mat á menntun og hvernig það gengur fyrir sig á Álandseyjum.

Sjálfboðastarf og starfsþjálfun á Álandseyjum

Hér getur þú lesið þér til um hvað þú þarft að gera ef þú vilt starfa sem sjálfboðaliði, fara í starfsþjálfun eða fara aftur á vinnumarkaðinn með því að fara í starfsmat á Álandseyjum.

Stéttarfélög á Álandseyjum

Hér má lesa um stéttarfélög og atvinnuleysistryggingasjóði á Álandseyjum og hvernig skal hafa samband við vinnuverndaryfirvöld á staðnum. Einnig eru gefnar upplýsingar um fulltrúa stéttarfélaga á Álandseyjum. Auk þess má fá upplýsingar um laun og ráðningarkjör með því að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag.

Skattar

Þegar þú byrjar að vinna þarftu að hafa finnska kennitölu og finnst skattkort. Til að geta greitt skatt af launum þínum þarf vinnuveitandi þinn skattkort sem þú færð frá skattstofu Álandseyja í Maríuhöfn. Muntu að hafa meðferðis gild persónuskilríki.

Almannatryggingar, heilbrigðisþjónusta og fjölskyldubætur á Álandseyjum

Að vera tryggð(ur) í landi þýðir að þú nýtur réttinda í almannatryggingakerfis þess lands. Hér eru gefnar upplýsingar um almannatryggingar á Álandseyjum þegar flutt er frá Svíþjóð til Álandseyja. Einnig eru gefnar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu og fjölskyldubætur á Álandseyjum.

Starfa eða búa í öðrum norrænum löndum

Í sumum tilfellum þarf að hafa sérstakar gætur á skattlagningu og almannatryggingum. Hjá Nordisk eTax starfa sérfræðingar skattyfirvalda á Norðurlöndum. Kynntu þér hvaða skattareglur gilda ef þú býrð í einu norrænu landi en starfar í öðru.

Þetta á við

  • ef þú býrð á Álandseyjum og starfar í öðru norrænu landi
  • ef þú býrð í öðru norrænu landi og starfar á Álandseyjum

Árstíðabundin störf fyrir ungmenni

Nordjobb útvegar fólki á aldrinum 18 til 30 ára árstíðabundin störf á Norðurlöndum.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna