Hagnýtar upplýsingar fyrir fréttamenn vegna Norðurlandaráðsþings og verðlaunahátíðar Norðurlandaráðs 2023 í Ósló

media, tv, press, journalist, photographer, camera, Copenhagen
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Hér má finna hagnýtar upplýsingar fyrir fréttamenn um skráningu, tengiliði og aðrar mikilvægar upplýsingar í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2023. Upplýsingar um verðlaunahátíðina eru neðar á síðunni.

Skráning

Fréttamenn sem hyggjast fjalla um þingið á staðnum verða að skrá sig.Gilds blaðamannaskírteinis er krafist.Hægt er að skrá sig fram til 27. október kl. 14 að norskum tíma (12 að íslenskum tíma). Eftir það, og ef spurningar vakna, má hafa samband við Henric Öhman upplýsingaráðgjafa á netfangið henohm@norden.org eða í síma +45 60 39 06 30

Blaðamannafundir

Forsætisnefnd Norðurlandaráðs heldur blaðamannafund fyrir þingið þann 30. október kl. 12.15. Fundurinn fer fram á norsku á Eidsvolls plass fyrir utan Stórþingið. Þátttakendur verða Jorodd Asphjell, forseti ráðsins, og Helge Orten, varaforseti. Fjallað verður um samkeppni fyrir nemendur skóla í tengslum við tjáningarfrelsi.

Forsætisráðherrar Norðurlanda halda fund í tengslum við þing Norðurlandaráðs og halda blaðamannafund þriðjudaginn 31. október kl. 11.00 í húsakynnum ríkisstjórnarinnar að Riddervolds gate 2. Skráning blaðamanna á þing Norðurlandaráðs gildir einnig fyrir blaðamannafund forsætisráðherranna. Blaðamannafundinum verður streymt. Fréttamenn eru beðnir um að vera mættir kl. 10.15 vegna öryggisleitar áður en fundurinn hefst. Sýna þarf gilt blaðamannskírteini ásamt skilríkjum með mynd Blaðamannafundinum verður streymt.

 

31. október flytur Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, ræðu í þingsal og ræðir við fréttafólk í kjölfar þess. Fyrirspurnum um viðtöl má beina til Sissel Kruse Larssen, +32479731996, kruselarsen.sissel@hq.nato.int 

Masud Garahkhani, forseti norska Stórþingsins, og Jorodd Asphjell, forseti Norðurlandaráðs, taka á móti Stoltenberg á Løvebakken þriðjudaginn 31. október kl. 13.37 . Að því loknu fer fram fundur á skrifstofu forseta Stórþingsins og svo flytur Stoltenberg ræðu í þingsalnum. Heimsókninni lýkur með blaðamannafundi í Vandrehallen í Stórþinginu kl. 15.45. Skráning á þingið gildir einnig á blaðamannafundinn.

Dagskrá heimsóknar Stoltenbergs:

Kl. 13.37 koma, Løvebakken (myndataka)

Kl. 13.40 Fundur forseta Stórþingsins og framkvæmdastjóra NATO á skrifstofu forsetan Stórþingsins (myndataka í upphafi fundar)

Kl. 14.15-15.05 Framkvæmdastjórinn ávarpar Norðurlandaráð í þingsal. Fyrirspurnir og svör í þingsal (myndataka af þingpöllum)

Kl. 15.45 Framkvæmdastjóri ræðir við fréttamenn í Vandrehallen.

Allir sem vilja taka myndir við komu Stoltenbergs þurfa að vera komnir á Løvebakken í síðasta lagi kl. 13.05.

 

Norrænu utanríkisráðherrarnir munu halda fund á þinginu og blaðamannafund í Vandrehallen í Stórþinginu miðvikudaginn 1. nóvember kl. 15.10. Skráning á þingið gildir einnig á blaðamannafund utanríkisráðherranna. 

Innskráning

Innskráning á þingið fer fram í Stórþinginu að loknu öryggiseftirliti. Inngangur við Løvebakken við Eidsvolls plass,  Karl Johans gate 22, 0026 Ósló, Noregi. Við skráninguna færðu afhent aðgangskort sem gerir þér kleift að fylgjast með þingfundum og dvelja í Stórþinginu. 

 

Sýna þarf gilt blaðamannaskírteini og gild skilríki með mynd við innskráningu. 

 

Innskráning er opin á eftirfarandi tímum (norskur tími): 

  • Mánudaginn 30. október kl. 8.30–18.00 

  • Þriðjudaginn 31. október kl. 7.30–17.30 

  • Miðvikudaginn 1. nóvember kl. 7.30–17.30 

  • Fimmtudaginn 2. nóvember kl. 7.30–15.00 

Ljósmyndun í þingsalnum meðan á þinginu stendur

Ljósmyndun í þingsalnum meðan á þinginu stendur er aðeins leyfð af svölunum. Aðeins ljósmyndarar á vegum Stórþingsins og Norðurlandaráðs mega fara um þingsalinn að vild. Opinberar myndir Norðurlandaráðs verða birtar til notkunar að vild (nema í viðskiptalegum tilgangi).

Fréttamannamiðstöð

Fréttamannamiðstöð fyrir fréttamenn verður í Stórþinginu, á fjórðu hæð í Stórþingshúsinu, herbergi S-447.Fréttamenn geta leitað aðstoðar upplýsingaráðgjafa Norðurlandaráðs meðan á þinginu stendur. Upplýsinga- og samskiptadeildin er í Kinosalen á fimmtu hæð í Stórþingshúsinu. Tengiliður: Henric Öhman, henohm@norden.org eða +45 60 39 06 30

Streymi

Allar umræður í þingsalnum eru opnar fjölmiðlum og þeim verður streymt. Hægt er að horfa á streymið á skandinavísku, íslensku, finnsku eða ensku.

Verðlaunahátíð Norðurlandaráðs 31. október

Tilkynnt verður um fimm verðlaunahafa Norðurlandaráðs í beinni útsendingu á verðlaunahátíð í Den Norske Opera og Ballett í Ósló þann 31. október. kl. 19.30 að norskum tíma (CET). 

Skráning og innskráning: Fréttamenn verð að hafa skráð sig á verðlaunahátíðina og ásamt því að hafa skráð sig í Stórþinginu* til að taka þátt í og fylgjast með verðlaunahátíðinni. *Heimilisfang: Løvebakken við Eidsvolls plass, Karl Johans gate 22, 0026 Ósló. Nánari upplýsingar undir „Skráning“ hér fyrir ofan 

Koma:Við komu í Óperuhúsið þarf að framvísa blaðamannaskírteini auk skilríkja með mynd.  

Staður: Fréttamenn ganga inn um hliðarinngang við veitingastaðinn Havssmak, Kirsten Flagstads plass 1, 0255 Ósló. Gestalisti verður við inngang. Við komu verður upplýsingaborð fyrir fjölmiðla.

Klæðnaður: snyrtilegur (semi-formal)  

Tímasetningar (norskur tími/CET):  

  • 18.15: Húsið opnar. Mætið tímanlega vegna öryggisskoðunar.

  • 19.15: Húsinu lokað. Allir gestir skulu vera komnir í salinn kl. 19.20 

  • 19.30: Verðlauanafhendingin hefst 

  • 20.45: Verðlaunaafhendingunni lýkur kl. 20.45 að norskum tíma og að henni lokinni gefst færi á að taka viðtöl og myndir af verðlaunahöfunum.

  • 22.00: Viðburðinum lýkur

    

Fréttamannaherbergi: Fréttamannaaðstaða með skjá verður í „Formidlingssenteret“. Það er við inngang D.  Sjá merkingar.  

Sætaskipan í salnumMerkt sæti fyrir fréttamenn verða hægra megin og vinstra megin í salnum fyrir þá sem vilja fylgjast með verðlaunaafhendingunni úr salnum.

 

Verðlaunin verða afhent í eftirfarandi röð: (áætlaður tími (CET) innan sviga): 

  • Umhverfisverðlaunin 2023 (19.36): Hans hátign Hákon krónprins og hennar hátign Mette-Marit krónprinsessa afhenda verðlaunin

  • Tónlistarverðlaunin 2023 (19.49): Tónlistarkonan Kajsa Balto afhendir verðlaunin auk þess að koma fram á hátíðinni

  • Barna- og unglingabókmenntaverðlaunin 2023 (20.05): Rithöfundurinn Maja Lunde afhendir verðlaunin

  • Kvikmyndaverðlaunin 2023 (20.16): Leikkonan Maria Bonnevie afhendir verðlaunin

  • Bókmenntaverðlaunin 2023 (20.30): Lubna Jaffery, menningarmálaráðherra Noregs, afhendir verðlaunin  

Myndatökur  - ekki er leyfilegt að taka myndir í salnum á meðan á verðlaunahátíðinni stendur 

MIKILVÆGT: Ekki er leyfilegt að taka myndir í salnum á meðan á verðlaunahátíðinni stendur nema að fengnu sérstöku leyfi. Eftir verðlaunaafhendinguna geta skráðir ljósmyndarar tekið myndir af vinningshöfunum á sviðinu. Sjá sérstakan tölvupóst með nánari upplýsingum.

Myndum frá hátíðinni verður hlaðið jafnóðum upp í sérstaka möppu þar sem frjálst er að nota þær.

Viðtöl við vinningshafana  

Eftir verðlaunaafhendinguna verður hægt að taka myndir af og viðtöl við vinningshafana. Það verður gert á sviðinu strax að verðlaunaafhendingunni lokinni. Fréttamönnum sem ekki verða á staðnum en vilja skrá sig til þess að taka mynd- eða símaviðtöl er bent á að hafa samband við: Elisabet Skylare, elisky@norden.org  

Tímasetningar (áætlaðar, norskur tími):

  • 20.45: Verðlaunaafhendingu og sjónvarpsútsendingu lýkur.  

  • 20.45: Jonas Gahr Støre forsætisráðherra býður gesti velkomna í móttöku ríkisstjórnarinnar. Áhorfendur yfirgefa salinn. Vinningshafarnir halda kyrru fyrir og fara svo upp á sviðið.

  • 20.45: Fréttamenn koma niður að inngangi A hægra megin þar sem tekið verður á móti þeim í dyrunum.

  • 20.50: Myndataka á sviðinu fyrir valda ljósmyndara

  • Frá 20.50 verður hægt að taka viðtöl og myndir af verðlaunahöfunum á sviðinu

 

Sendið sms í +45 21717127 eða tölvupóst til elisky@norden.org ef þið viljið vera skráð fyrir fram á lista til þess að taka viðtal við tiltekinn vinningshafa.

  

Fréttir verða birtar jafnt og þétt á norden.org og á samfélagsmiðlum.  

Við birtum fréttir frá verðlaunaafhendingunni eftir því sem henni vindur fram. Fréttirnar verða aðgengilegar á öllum Norðurlandamálunum á norden.org og við uppfærum samfélagsmiðla reglulega með #nrpriser.

 Bein útsending: hægt verður að fylgjast með verðlaunaveitingunni um öll Norðurlöndin.  

Bein útsending frá Óperuhúsinu í Ósló hefst kl. 19.30 að norskum tíma á norden.org. Útsending NRK1 frá verðlaunahátíðinni hefst kl. 20.00. 

Paal Ritter Scherven er framleiðandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar fyrir hönd Stórþingsins.

Samband við fjölmiðlafulltrúa 

Ef spurningar vakna varðandi verðlaunahátíð Norðurlandaráðs 2023 má hafa samband við:

Elisabet Skylare, elisky@norden.org, +45 21 71 71 27  

Josefine Carstad, joscar@norden.org, +45 22 35 70 13

Þingið og verðlaunaafhendingin á samfélagsmiðlum

Fylgið Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni á Twitter, sem verður í virkri notkun á þinginu. Myllumerki þingsins eru #nrsession og #nrpol