Tilnefningar til verðlauna Norðurlandaráðs 2023

Nominerade till Nordiska rådets priser 2023
Photographer
norden.org
54 verk og verkefni frá átta löndum eru tilnefnd. Hér eru tilnefningarnar til verðlauna Norðurlandaráðs á sviði umhverfismála, tónlistar, kvikmynda, bókmennta og barna- og unglingabókmennta. Tilkynnt verður um verðlaunahafa ársins á verðlaunahátíð í Ósló 31. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs 2023.

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023

14 norrænar myndabækur, unglingabækur og ljóðabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Verkin sem tilnefnd eru í ár innihalda meðal annars tímalaus ævintýri, full af lífi, þar sem fjölbreytileikinn er ekki boðskapurinn í sjálfu sér heldur aðeins eitt atriði sem ljær frásögnunum trúverðugleika.

Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Sex norrænar kvikmyndir eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi skipta verðlaununum á milli sín enda er kvikmyndagerð listgrein þar sem árangurinn verður til í nánu samstarfi þessara aðila.  

Tilnefningar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Þrettán tónlistarmenn, hljómsveitir og hópar eru tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023 fyrir hátt listrænt gildi. Tilnefningar ársins endurspegla breitt svið tónlistarstefna, allt frá sígildri tónlist, djassi og þjóðlagatónlist til listrænnar samtímatónlistar og tilraunakenndrar rokk- og popptónlistar, og á bak við þær allar eru tónskáld frá norrænu löndunum.

Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Endurunninn textíll, hringrásarkerfi í fatahönnun, fyrsta verslunin á Grænlandi sem selur endurnýttar vörur frá einstaklingum og kerfi fyrir tískuvikur. Alls eru sjö verkefni tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023 sem að þessu sinni snúast um textíliðnaðinn og áskoranir honum tengdar í umhverfis- og loftslagsmálum.

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Harmrænar, dásamlegar og töfrandi hliðar lífsins eru á meðal gegnumgangandi stefja í hinum 14 norrænu skáldsögum og ljóðabókum sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Þessi mögnuðu verk koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum.

Hægt verður að fylgjast með verðlaunaveitingunni um öll Norðurlöndin 31. október

Hægt verður að sjá beina útsendingu alls staðar á Norðurlöndum frá því þegar tilkynnt verður um handhafa verðlauna Norðurlandaráðs fyrir barna- og unglingabókmenntir, kvikmyndir, bókmenntir, umhverfismál og tónlist.

Dagskráin hefst kl. 18.30 að íslenskum tíma (19.30 CET) og verður í beinni útsendingu á norden.org og einnig á NRK1 kl. 19.00 að íslenskum tíma (20.00 CET).

Nánar um verðlaunahátíðina hér: