Dagur Norðurlanda – er ljós í myrkrinu?

12.03.21 | Fréttir
Corona mundbind
Ljósmyndari
Unsplash
Norræna ráðherranefndin fagnar hálfrar aldar afmæli á árinu 2021. Af því tilefni verða haldnir fimm rafrænir fundir á degi Norðurlanda hinn 23. mars þar sem tekin verða fyrir fimm þemu sem hafa þýðingu fyrir íbúa Norðurlanda og sem eru mikilvægur liður í því að Norðurlönd verði samþættasta og sjálfbærasta svæði heims.

Á degi Norðurlanda þann 23. mars beinum við sjónum okkar að fimm þemum sem eru mikilvæg fyrir Norðurlandabúa í dag. Við fjöllum um áskoranir og norrænar lausnir á sviði jafnréttismála, stjórnsýsluhindrana, hringrásarhagkerfis, tjáningarfrelsis og menningarmála. Haldnir verða fimm rafrænir viðburðir í Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi. Einnig taka Grænland, Færeyjar og Álandseyjar þátt. Lykilfólk frá fyrirtækjum, félagasamtökum og almenningi hefur verið boðið að taka þátt í umræðum ásamt pólitískum fulltrúum úr hinu norræna samstarfi. Saman munu þau fara yfir stöðuna og líta fram á veginn.

Dagskrá 23. mars

11.00–12.00 að íslenskum tíma: Hvernig geta Norðurlöndin skapað öryggi á netinu?

12.00–13.00 að íslenskum tíma: COVID-19 reynir á traust og ferðafrelsi

13.00–13.45 að íslenskum tíma: Hvernig getum við mætt auknum kröfum um samvinnu og sameiginlegar lausnir á Norðurlöndum?

14.00–15.00 að íslenskum tíma: Tjáningarfrelsi á krepputímum á Norðurlöndum – er ástæða til að óttast?

17.00-18.15 að íslenskum tíma: Virði menningar á Norðurlöndum á krísutímum – norrænt menningarsamstarf í fortíð, nútíð og framtíð