Dagur Norðurlanda 2021

Nordens Dag 2021
Photographer
Norden.org
Norræna ráðherranefndin fagnar fimmtíu ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni var efnt til fimm umræðufunda á degi Norðurlanda 23. mars þar sem við ræddum hverju Norðurlöndin hafa áorkað í sameiningu og það sem lykilfólkið leggur áherslu um þessar mundir.

Við tókum fyrir fimm málefni sem formennskuland ársins, Finnland, leggur áherslu á en það eru norrænar lausnar á sviði:

  • Jafnréttismála
  • Stjórnsýsluhindrana
  • Hringrásarhagkerfis
  • Málfrelsis
  • Menningarmála

Hvernig viljum við að Norðurlöndin verði í framtíðinni og hvernig gerum við þau að samþættasta og sjálfbærasta svæði í heimi?

Þriðjudag 23. mars 2021 | 12.00–19.00 CET 

Dagskrá:

12.00-13.00 CET: Hvernig geta Norðurlöndin skapað öryggi á netinu?

Á Norðurlöndum fer fram pólitísk umræða um hvernig hótanir og hatursorðræða á netinu geta valdið þöggun á opinberum stafrænum vettvangi. Óvirðing á netinu er orðinn daglegur þáttur í lífi fólks. Svo langt er gengið að hún er farin að ógna lýðræðinu þegar hætt er við að sumar raddir í opinberu rými þagni af ótta við hótanir og hatur á netinu.

Velferðarnefnd Norðurlandaráðs beinir á árinu 2021 sjónum að óvirðingu og hatursorðræðu á netinu út frá jafnréttissjónarhorni. Á tíma heimsfaraldursins er vandinn orðinn enn brýnni en áður.

Hvernig geta Norðurlöndin skapað öryggi á netinu? Stjórnmálafólk, sérfræðingar, samtök og ungir Norðurlandabúar munu leitast við að svara þeirri spurningu. Vinnan að jafnréttisþjóðfélagi er mikilvægt samstarfssvið Norðurlandanna en jafnframt þáttur í að framfylgja framtíðarsýn forsætisráðherranna um að jafnrétti ríki á félagslega sjálfbærum Norðurlöndum.

Málið verður rætt út frá finnsku, álensku, sænsku og norsku sjónarhorni.

13.00-14.00 CET: COVID-19 reynir á traust og ferðafrelsi – á þessum viðburði verður rætt um hreyfanleika og samstarf yfir landamæri Norðurlanda

Norræna ráðherranefndin hefur einsett sér að afnema 8-12 stjórnsýsluhindranir árlega á sviði vinnumála, félagsmála, menntunar og atvinnulífs. Hefur þessu markmiði verið ýtt til hliðar á tímum sem einkennast af takmörkunum og lokunum? Er norræna gullið, það er gagnkvæmt traust milli Norðurlandaþjóðanna, óðum að víkja fyrir tortryggni og ótta? Hvernig eigum við þá að bregðast við því? Stjórnmálafólk, almenningur og fulltrúar samtaka munu ræða þetta mál nánar.

Afnám stjórnsýsluhindrana er mikilvægt samstarfssvið Norðurlandanna en jafnframt þáttur í að framfylgja framtíðarsýn forsætisráðherranna um að Norðurlönd verði samþættasta svæði í heimi. Við heyrum nánar um þetta út frá dönsku, færeysku, grænlensku og ekki síst norrænu sjónarhorni.

14.00-14.45 CET: Hvernig mætum við aukinni eftirspurn eftir samstarfi og sameiginlegum lausnum á Norðurlöndum?

COVID-19 faraldurinn hefur haft umtalsverðar áskoranir í för með sér, í daglegu lífi okkar, efnahagslega, í rekstri fyrirtækja, menntun, menningu, velferð og alþjóðasamstarfi einnig á Norðurlöndum.

Í formennskuáætlun Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni árið 2021 er lögð áhersla á mikilvægi norræns samstarfs, sem er raunar sagt vera lífsnauðsynlegt! Könnun sem Norræna félagið í Svíþjóð gerði í janúar sýnir að væntingar um norrænt samstarf hafa aukist verulega í kórónuveirufaraldrinum í Svíþjóð.

Í formennskuáætlun Finnlands er einnig kallað eftir hringrásar- og lífhagkerfi. Hér verður rætt um þörfina á norrænu samstarfi á erfiðleikatímum og hvernig við komumst úr sporunum. Einnig verður rætt um eftirspurn eftir sameiginlegum lausnum í þágu sjálfbærra Norðurlanda einkum hringrásarhagkerfi.

15.00-16.00 CET: Tjáningarfrelsi á krepputímum á Norðurlöndum – er ástæða til að óttast?

Hvernig geta Norðurlönd tryggt upplýstar og frjálsar umræður jafnvel þegar heimsfaraldur geisar?

Málfrelsi er forsenda hins opna og lýðræðislega samfélags á Norðurlöndum. Norrænu löndin eru ávallt efs á lista Blaðamanna án landamæra yfir frelsi fjölmiðla í heiminum og íbúar hafa aðgengi að staðreyndum og grundvelli til ákvarðanatöku. Norrænu löndin eru þekkt fyrir opnar umræður sínar, einnig þegar um er að ræða gagnrýni á yfirvöld.

Kórónuveirufaraldurinn hefur þó kynt undir heiftúðugri tón. Því reynir á lýðræðislegar umræður og málfrelsi. Falsfréttir og upplýsingaóreiða þrífast vel á netinu. Í Svíþjóð hefur barnalæknir hætt rannsóknum á COVID-19 vegna hótana. Hvað verður um málfrelsið þegar heimsfaraldur geisar?

Hvað er til bragðs að taka og hversu alvarlegt er þetta vandmál fyrir Norðurlönd og opinbert samtal? Málfrelsi er hornsteinn norrænna samfélaga. Hvernig viðhöldum við því og þróum áfram eftir heimsfaraldur?

Við köfum dýpra í það þegar við ræðum málfrelsi á tímum kórónuveirufaraldursins á degi Norðurlanda.

18.00-19.15 CET: Virði menningar á Norðurlöndum á krísutímum – norrænt menningarsamstarf í fortíð, nútíð og framtíð

Hvaða hlutverki hefur menningin gegnt í norrænu samstarfi á þeirri hálfu öl sem liðin eru frá stofnun Norrænu ráðherranefndarinnar? Hvaða áhrif hefur heimsfaraldurinn haft á norrænt menningarlíf? Hvaða hlutverki mun menningin gegna í norrænu samstarfi í framtíðinni? Stjórnmálafólk, almenningur og fulltrúar menningarlífsins munu leita svara við þessum spurningum.

Menningarsamstarfið er hornsteinn norrænnar samvinnu og gegnir mikilvægu hlutverki fyrir framtíðarsýnina um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði í heimi. Norræna húsið í Reykjavík og Norræna félagið á Íslandi efna til umræðufundar um gildi norrænnar menningar og menningarsamstarfs fyrrum, nú og framvegis.