Fjölmiðlafólk, nú er kominn tími til að skrá sig á þing og verðlaunahátíð Norðurlandaráðs

21.09.23 | Fréttir
Stortinget i Norge
Photographer
norden.org
Opnað hefur verið fyrir skráningar blaðamamanna á 75. þing Norðurlandaráðs í Stórþinginu í Ósló 30. október til 2. nóvember 2023. Fjölmiðlafólk getur skráð sig á þing og verðlaunahátíð Norðurlandaráðs gegnum hlekkinn hér að neðan.

Þingið er helsti norræni stjórnarmálavettvangur ársins. Þar koma saman 87 þingmenn, forsætisráðherrarnir og utanríkisráðherrarnir ásamt ýmsum öðrum ráðherrum frá öllum Norðurlöndunum.

Formleg setning þingsins verður þriðjudaginn 31. október kl. 14.00. Sama dag verður haldinn leiðtogafundur Norðurlandaráðs og norrænu forsætisráðherranna í þingsalnum.

Allar umræður og fundir eru opnir fjölmiðlum og sömuleiðis er hægt að fylgjast með í beinni útsendingu á norden.org. Forseti Norðurlandaráðs og varaforseti, forsætisráðherrarnir og utanríkisráðherrarnir halda blaðamannafund í þingvikunni. Nánari upplýsingar verða veittar fjölmiðlafólki með staðfesta skráningu á þingið.

Þingvikan hefst strax mánudaginn 30. október þegar meðal annars verða haldnir fundir í fimm flokkahópum Norðurlandaráðs. Helgina á undan verður þing Norðurlandaráðs æskunnar.

Þinginu verður slitið fimmtudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Á lokadegi þingsins verður kjörinn nýr forseti og varaforseti fyrir árið 2024.

Verðlaun Norðurlandaráðs verða veitt 31. október

Þriðjudagskvöldið 31. október kl. 19.30 (að norskum tíma) fer fram afhending verðlauna Norðurlandaráðs í Óperunni í Ósló. Veitt verða verðlaun í fimm flokkum. Aðgangur er aðeins opinn fjölmiðlafólki sem er skráð á þingið. Strax að athöfn lokinni verður hægt að taka myndir og viðtöl við verðlaunahafana.

Í salnum er takmarkaður fjöldi sæta. Þess vegna er hugsanlegt að ekki sé sæti fyrir allt skráð fjölmiðlafólk. Þau sem áhuga hafa á að fylgjast með verðlaunaveitinunni eru því hvött til þess að haka í viðeigandi reit á skráningarblaðinu.

Verðlaunaafhendingunni verður einnig streymt beint á norden.org.

Lokafrestur til að skrá sig er til 27. október

Fjölmiðlafólk og ljósmyndarar sem vilja fylgjast með þingi Norðurlandaráðs og afhendingu verðlaunanna verða að sækja um skráningu í síðasta lagi 27. október kl. 14.00 (að norskum tíma). Krafa er gerð um gilt blaðamannaskírteini. Haldnir verða blaðamannafundir meðan á þinginu stendur. Nánari upplýsingar um þá verða veittar síðar. Skráning á þingið veitir einnig aðgang að öllum blaðamannafundum nema annað sé tekið fram.

Contact information