Norðurlandaráðsþing 2023

30.10.23 | Viðburður
Stortinget
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Norðurlandaráð heldur 75. þing sitt 30. október til 2. nóvember árið 2023 í Stórþinginu í Ósló. Áherslumál Noregs, sem fer með formennsku í ráðinu, eru örugg, græn og ung Norðurlönd.

Upplýsingar

Dates
30.10 - 02.11.2023
Time
09:00 - 18:00
Location

Stortinget
Oslo
Noregur

Type
Viðburður

Norðurlandaráðsþingið hefur æðsta ákvörðunarvaldið í hinu norræna þingmannasamstarfi. Þingið er vettvangur svæðasamstarfs sem ekki á sér hliðstæðu þar sem saman koma þingmenn, kjörnir af þjóðþingunum til setu í Norðurlandaráði, og ráðherrar norrænu ríkisstjórnanna.

Öllum er heimilt að taka þátt í umræðunum um mikilvæg norræn samstarfsverkefni en einungis þingmenn hafa atkvæðisrétt.

Gestir og þingmenn frá öðrum alþjóðlegum og norrænum stofnunum mega taka þátt í fyrirfram ákveðnum umræðum á þinginu.

Bráðabirgðadagskrá (drög - verða uppfærð reglulega):

Mánudagur 30. október

9.00–18.00  Skráning og upplýsingar

10.00–15.45    Fundir flokkahópa og stjórna þeirra

16.00–17.00    Kjörnefnd

16.00–17.00    Fundur Stjórnsýsluhindrandahópsins og stjórnsýsluhindranaráðsins

17.00–18.00    Eftirlitsnefndin

19.00               Kvöldverður flokkahópa

Þriðjudagur 31. október

7.30–             Skráning og upplýsingar

8.00–8.45    Tækifæri til að halda aðra fundi

8.00–08.45    Fundur forsætisnefndar með Vestnorræna ráðinu

17.00–18.30   Nefndafundir

Fundur Forsætisnefndar með samstarfsráðherrum Norðurlandanna

12.00–13.30     Hádegisverðarmóttaka fyrir þingmenn Norðurlandaráðs, forseta þjóðþinganna, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og samstarfsráðherra

14.00–17.00     Þingfundur

  • Þingsetning
  • Leiðtogafundur forsætisráðherra og stjórnarleiðtoga
  • Erlendur fyrirlesari
  • Kynning á formennskuáætlun ráðherranefndarinnar fyrir næsta ár

17.00–17.30       Hátíðarhald í tilefni af 10 ára afmæli áætlunar NordForsks um samfélagsöryggi

18.15–19.15       Aðgangur að óperuhúsinu vegna afhendingar verðlauna Norðurlandaráðs (húsinu er lokað kl. 19.15)

19.30–20.30    Afhending verðlauna Norðurlandaráðs

20.30–22.00   Móttaka ríkisstjórnarinnar í óperuhúsinu

Miðvikudagur 1. nóvember

7.30–             Skráning og upplýsingar

8.00–8.45 Tækifæri til að halda aðra fundi

Fundur forsætisnefndar með forsætisráðherrum og stjórnarleiðtogum

9.00–11.45     Þingfundur

  • Skýrsla utanríkisráðherranna
  • Þingmannatillögur um utanríkismál
  • Skýrsla varnarmálaráðherranna

12.15–13.15       Fundur forsætisnefndar með utanríkisráðherrunum

12.15–13.15       Tækifæri til samráðsfunda milli nefnda Norðurlandaráðs og norrænna ráðherra

13.30–17.00     Þingfundur

  • Þingfundur
  • Fyrirspurnatími samstarfsráðherranna
  • Skýrslur samstarfsráðherranna
  • Fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar
  • Skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnarum starf að málefnum barna og ungmenna
  • Skýrsla um jafnréttisstarf Norrænu ráðherranefndarinnar árið 2023
  • Greinargerð um alþjóðastarf Norrænu ráðherranefndarinnar
  • Ávörp erlendra gesta

17.30–19.00     Inngilding ungs fólks á sviði loftslags- og umhverfismála (hliðarviðburður)

20.00              Móttaka sendiráða

Fimmtudagur 2. nóvember

7.30–             Skráning og upplýsingar

7.45–8.15    Tækifæri til að halda aðra fundi

8.30–11.30    Þingfundur

  • Skýrsla um norrænt samstarf á sviði félags- og heilbrigðismála
  • Norrænt samstarf um málefni fólks með fötlun
  • Skýrsla um rannsóknastefnu
  • Umræður um þingmannatillögur

12.30–15.00     Þingfundur

  • Umræður um þingmannatillögur
  • Kynning á formennskuáætlun Íslands fyrir árið 2024 og kjör forseta og varaforseta