Mikil ánægja með 5G Techritory ráðstefnuna

28.09.18 | Fréttir
5G Techritory
Photographer
5G Techritory
Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin geta gegnt lykilhlutverki sem tilraunasvæði í þróun 5G tækninnar. Alþjóðleg upplýsingatækni- og fjarskiptafyrirtæki lögðu áherslu á þetta á 5G Techritory ráðstefnunni í Riga.

Stefnumótandi aðilar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum líta svo á að hlutverk svæðisins í þróun 5G tækninnar sé mikilvægt. Þeir vilja byggja á því hversu langt stafræn þróun er komin og viljanum til þess að miðla þekkingu sem fyrir hendi er á svæðinu. Markmiðið er að halda stöðu svæðisins í fararbroddi í þróuninni í átt að farsímavæddri framtíð.

Lettneska ríkisstjórnin var ásamt Norrænu ráðherranefndinni gestgjafi á fyrstu 5G Techritory ráðstefnunni í þessari viku.

Það er nákvæmlega svona vettvangur sem við þurfum til þess að ná árangri með 5G tæknina.

Wassim Chourbaji, aðstoðarframkvæmdastjóri Qualcomm.

Stór alþjóðleg fyrirtæki svo sem Qualcomm, Cisco, Telia og Huawei sendu hæstráðendur sína til Riga og undirstrikuðu þannig að upplýsingatækni- og fjarskiptagerinn óskar eftir nánara samstarfi við helstu stefnumótendur á svæðinu.

Einn þeirra er Edmund Belskis, aðstoðarráðuneytisstjóri í umhverfisverndar- og byggðamálaráðuneyti Lettlands. Hann segir að tilgangur ráðstefnunnar hafi verið að stefna saman frumkvöðlum, þeim sem stunda nýsköpun, alþjóðlegum fyrirtækjum og stefnumótunaraðilum, skapa þeim sameiginlegan vettvang þar sem hópurinn gæti miðlað hugmyndum og rætt um hvað gera þurfi til þess að þróa 5G tæknina áfram.

„Þegar okkur tekst að fá til okkar fyrirlesara og þátttakendur alls staðar að út heiminum þá hljótum við að vera að gera eitthvað rétt. Við snertum taug,“ segir Belskis.

Meira samstarf og samræming

Susanna Mattsson, aðstoðarframkvæmdastjóri frá sænska atvinnumálaráðuneytinu, er einnig formaður leiðtogahóps MR-DIGITAL hjá Norrænu ráðherranefndinni. Hún var einn þeirra fulltrúa sem komu áhrif viðburðarins á óvart.

„Þetta hefur verið afar áhugaverð og gagnleg ráðstefna. Það er nauðsynlegt að við sem stefnumótendur hlustum á sjónarmið iðnaðarins. Það er einnig í samræmi við yfirlýsingu forsætisráðherranna og samstarf hagsmunaaðila,“ segir Mattson.

Ingmārs Pūķis, aðstoðarframkvæmdastjóri Latvijas Mobilais Telefons (LMT) notaði hringborðsumræðurnar með leiðtogahópi Norðurlandan og Eystrasaltsríkja til þess að vekja athygli á þörfinni fyrir einfaldari boðleiðir og aukna samræmingu.

Fyrir okkur er lagalegi þátturinn við það að byggja upp lofnetskerfi í borg alveg hrikalegur – það verður að draga úr skriffinnsku. Í öðru lagi myndi ég vilja sjá aukna samhæfingu milli Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, og að löndin beiti sér saman gagnvart ESB þannig að unnt verði að þróast hraðar og með ákveðnari hætti í þá átt sem okkar svæði vill fara.

Ingmārs Pūķis

Árlegur viðburður?

Upphaflega voru ekki uppi áform um að ráðstefnan yrði árlegur viðburður en eftir því sem vinnunni að 5G Techritory vatt fram varð ljóst að allir aðilar vildu eitthvað meira en aðeins stakan viðburð. Þessi tilfinning styrktist bara meðan á ráðstefnunni stóð.

„Þróun 5G mun halda áfram næstu 10-20 ár þannig okkur finnst vera þörf á að stefna fólki saman með þessum hætti næstu árin. Það er líka í góðu samræmi við markmið okkar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum um að vera í fararbroddi í stafrænni nýsköpun,“ segir Belskis.

Susanna Mattsson aðstoðarframkvæmdastjóri lítur líka á 5G Techritory sem góðan framtíðarvettvang fyrir leiðtogahópinn.

„Ég held að þetta verði líka ráðstefna þar sem ráðherrarnir okkar geta hist og gegnt stærra hlutverk í framtíðinni, til þess að styrkja samstarfið milli norrænu ríkjanna og Eystrasaltsríkjanna.“

Hún er þó með ein afar skýr tilmæli til skipuleggjenda ráðstefnunnar.

Skipuleggjendur ráðstefnunnar verða að auka kynjajafnréttið fyrir næstu 5G Techritory ráðstefnuna árið 2019. Ég ætlast til þess að jafnvægið milli kynja fyrirlesara, þátttakenda í pallborðum og umræðustjóra verði mun betra.

Susanna Mattsson