„Sjálfbær matvælakerfi eru lykillinn að grænum umskiptum á Norðurlöndum“

21.06.23 | Fréttir
fiskebåt på grönland
Ljósmyndari
norden.org
Aðgerðir fyrir sjálfbær matvælakerfi og sjávarhagkerfi eru tvö nýleg dæmi um hvernig Norðurlönd geta unnið frekar að umhverfis- og loftlagsmálum. Þegar norrænir ráðherra skógræktar, sjávarútvegs og matvæla funduðu á Íslandi voru ýmis atriði á dagskrá sem tengdust markmiði framtíðarsýnarinnar um græn Norðurlönd.

Loftlagsvandinn og minnkun líffræðilegrar fjölbreytni eru alþjóðleg vandamál og lausnir við þeim eru háðar umskiptum yfir í sjálfbærari matvælakerfi – allt frá framleiðslu til neyslu.

Það hvernig löndin geta skapað þróttmeiri matvælaframleiðslu á Norðurlöndum og komið á grænum umskiptum í matvælakerfum sínum voru tvö meginþemu árlegs sumarfundar ráðherranefndar fiskveiða, fiskeldis,landbúnaðar, matvæla og skógræktar.

„Þið sýnið hvernig græn umskipti ganga í raun og veru fyrir sig“

„Við á Norðurlöndum búum yfir þekkingunni og úrræðunum sem þarf til að þróa og innleiða sjálfbærar lausnir. Þess vegna er það á okkar ábyrgð að taka forystu í þessum málum á heimsvísu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra Íslands.

Ýmsir alþjóðlegir sérfræðingar sátu ráðherrafundinn, meðal annars Stefanos Fotiou, stjórnandi á skrifstofu alþjóðlegra sjálfbærnimarkmiða hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ.

„Umskipti matvælakerfa er lykillinn að því að ná alþjóðlegu sjálfbærnimarkmiðunum. Til að það takist verða pólitískar aðgerðir að byggja á vísindum. Norðurlönd geta sýn heimsbyggðinni hvernig græn umskipti ganga í raun og veru fyrir,“ sagði hann.

Tvö ný verkefni um sjálfbær sjávarhagkerfi

Á ráherrafundinum komu einnig fram nokkur dæmi um praktíska framkvæmd umskiptanna.

Ráherrarnir ýttu úr vör tveimur samnorrænum verkefnum um sjálfbær sjávarhagkerfi: eitt um sjálfbæra verðmætasköpun í sjávarútvegi og annað um að taka upp lausnir sem gera orkuframleiðslu á hafi mögulega samhliða náttúruvernd og fiskveiðum.

 

Ráherrarnir ákváðu einnig að kanna hvernig fá má fleiri ungmenni til að starfa innan landbúnaðar og sjávarútvegs með menntun og bættum starfskilyrðum.

Erfitt en nauðsynlegt að minnka matarsóun

Auk þess samþykktu þeir pólitíska skuldbindingu til að minnka matarsóun á Norðurlöndum.

„Það leikur enginn vafi á því að minnkun matarsóunar er mikilvægt en krefjandi viðfangsefni. Til að það takist verðum við að líta á alla virðiskeðjuna, frá rýrnun hjá matvælaframleiðendum til matarins sem fleygt er af verslunum og neytendum. Einnig verður að líta á úrganginn sem auðlind sem hægt er að nýta, meðal annars fyrir jarðgas,“ segir Sandra Borch, landbúnaðar- og matvælaráðherra Noregs.

Norrænar næringarráðleggingar verða landsbundnar ráðleggingar

Ráðherrafundur verður haldinn daginn eftir kynningu sjöttu útgáfu norrænu næringarráðlegginganna.

Skýrslan, sem tekur saman núverandi rannsóknir um næringarefni og matvælaflokka, sýnir í fyrsta sinn hvaða matur er góður bæði fyrir heilsuna og umhverfið.

Í henni er mælt með jurtaríkara mataræði, aukinni fiskneyslu og að dregið verði úr kjötneyslu.

Ráðherrarnir munu nú vinna að því að innleiða ráðleggingarnar í hverju landi fyrir sig.