Takið þátt í umræðum um matvælakerfi á loftslagsráðstefnunni

06.12.23 | Fréttir
Nordic Food systems takeover at COP28
Ljósmyndari
norden.org
Norðurlöndin munu bjóða alþjóðaleiðtogum og sérfræðingum til borðs á loftslagsráðstefnunni, COP28, þann 10. desember til að ræða leiðir að hollum og sjálfbærum matvælakerfum. Á viðburðinum „Food Systems Takeover“ í Norræna skálanum verður boðið upp á gagnrýnar umræður frá býli að borði í samstarfi við Samræmingarskrifstofu SÞ um matvælakerfi, Food Tank, GAIN, CGIAR, Noreg og Finnland, Tetra Pak, Ragn-Sells og ýmsa fleiri.

Dagurinn skiptist í tíu fundi með pallborðsumræðum og hringborðsumræðum þar sem einstakt tækifæri gefst til að taka höndum saman við nokkrar áhrifamestu og hvetjandi raddir á Norðurlöndum og alþjóðlega.

Áhersla á hlutverk sjálfbærra og heilbrigðra matvælakerfa í grænum umskiptum hefur ekki aðeins aukist í Norræna skálanum. Strax á öðrum degi loftslagsráðstefnunnar í Dúbaí undirrituðu 134 þjóðarleiðtogar yfirlýsingu um sjálfbæran landbúnað, viðnámsþolin matvælakerfi og aðgerðir í loftslagsmálum.

Allt frá norrænum sérfræðingum til leiðandi hugsuða í heiminum

Meðan á viðburðinum „Food Systems Takeover“ stendur bjóðast ýmis tækifæri til að hitta áhugaverða leiðtoga, ráðherra, sérfræðinga, vísindamenn, aðgerðasinna og umbótafólk sem miðla þekkingu og kunnáttu frá mismunandi sjónarhornum en öll hvetja þau til þess að stutt verði við græn umskipti matvælakerfa um allan heim.

Meðal fyrirlesara eru: Anne Beathe Tvinnereim, ráðherra alþjóðaþróunar í Noregi; Karen Ellemann, framkvæmdatjóri Norrænu ráðherranefndarinnar; Ertharin Cousin, stofnandi og framkvæmdastjóri, Food Systems for the Future; Dr. Rune Blomhoff, prófessor og verkefnastjóri Norrænnar næringarráðgjafar 2023; Dr. Lawrence Haddad, forstjóri Gain; Stefanos Fotiou, framkvæmdastjóri Samræmingarskrifstofu SÞ um matvælakerfi; Dr. Gunhild Stordalen, stofnandi og stjórnarformaður EAT; Shakuntala Thilsed, framkvæmdastjóri, Nutrition, Health and Food Security Impact Area Platform CGIAR; Kerstin Stendahl, sérstakur erindreki Finnlands á sviði loftslagsbreytinga og mörg fleiri. 

Matarsóun, hollt mataræði og matvæli úr vatni – helstu dagskrárliðir

Á viðburðinum „Food Systems Takeover“ í Norræna skálanum verða matvæli tengd loftslags- og umhverfismálum en einnig heilsu fólks. Ríkari áhersla er lögð á heilbrigðismál á loftslagsráðstefnunni í ár en þar er í fyrsta sinn haldinn sérstakur heilbrigðisdagur og send út yfirlýsing um loftslags- og heilbrigðismál.

Enn frekar verður fjallað um samspil matvæla, heilsu og loftslagsmála 10. desember:

  • Skjótar aðgerðir til bjargar freðhvolfinu – Climate and Clean Air Coalition (CCAC), International Centre for Integrated Mountain Development (ICIMOD)  
  • Tíu milljarða áskorunin: Norðurlönd varða leiðina – Ragn-Sells  
  • Að nýta falin tækifæri í matarsóun – Food Tank og Norræna ráðherranefndin  
  • Sjálfbær matvælakerfi í vatni  – Global Action Network Food from the Oceans and Inland Waters for Food Security and Nutrition, Noregur, CGIAR, EBCD, Blue Food Coalition  
  • Hringrás í matvælakerfum – landbúnaðar- og skógræktarráðuneyti Finnlands  
  • Matvælakerfi og hollt mataræði í þágu loftslagsaðgerða – Norræna ráðherranefndin og Samræmingarskrifstofa SÞ um matvælakerfi 

Takið þátt í umræðum á staðnum á loftslagsráðstefnunni í Dúbaí eða fylgist með á netinu.

Allir viðburðir á „Food Systems Takeover“ verða aðgengilegir í beinni útsendingu og hægt verður að streyma þeim af vefsíðunni norden.org.

Norræni skálinn, Blue Zone, Opportunity Petal, Zone B&, Building 75

Opinber hliðarviðburður á loftslagsráðstefnunni 11. desember.

Norræna ráðherranefndin tekur þátt í fleiri viðburðum þar sem ræddar verða áskoranir matvælakerfa og lausnir í loftslagsmálum. Annica Sohlström, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar Svíþjóðar benti á framlag Norðurlanda til að draga úr matarsóun 3. desember en 8. desember verða loftslagsaðgerðir og næring á dagskrá í skála Evrópusambandsins með Unni Kløvstad, yfirmanni alþjóðaskrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar. 

Viðburðaríkri dagskránni lýkur 11. desember með opinberum hliðarviðburði loftslagsráðstefnunnar þar sem rætt verður samspil matvæla, heilsu og loftslagsmála og standa Finnland, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Norræna ráðherranefndin fyrir þeim viðburði.

Skráið ykkur til að fá nýjustu upplýsingar

Skráið ykkur til að fá upplýsingar í tölvupósti og/eða WhatsApp frá Norrænu ráðherranefndinni um opinbera hliðarviðburðinn og annað sem tengist matvælakerfum á loftslagsráðstefnunni í Dúbaí.

Dagskráin Food Systems Takeover í Norræna skálanum er skipulögð af Norrænu ráðherranefndinni í samstarfi við frummælendur frá Samræmingarskrifstofu SÞ um matvælakerfi, Food Tank, GAIN, CGIAR, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Alþjóðlega nátttúruverndarsjóðnum, Norrænu ráðherranefndinni, AGRA, Eistlandi, Climate and Clean Air Coaltion (CCAC), Ragn-Sells, Global Action Network Food from the Oceans and Inland Waters for Food Security and Nutrition, Blue Food Coalition, Easy Mining, EBCD og International Centre for Integrated Mountain Development.