Tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Frá árinu 2002 hafa kvikmyndaverðlaunin verið veitt kvikmyndum í fullri lengd sem eiga rætur í norrænni menningu og hafa mikið listrænt gildi.
Hér eru tilnefningar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2023:
DANMÖRK
FINNLAND
GRÆNLAND
ÍSLAND
NOREGUR
SVÍÞJÓÐ
Norrænu myndirnar sex voru tilnefndar af dómnefndum í löndunum.
Verðlaunahafinn kynntur 31. október
Handhafi kvikmyndaverðlaunanna 2023 verður kynntur um leið og handhafar annarra verðlauna Norðurlandaráðs á verðlaunaathöfninni þann 31. október í Ósló í tengslum við ársþing Norðurlandaráðs.
Verðlaunaféð nemur 300 þúsundum danskra króna og skipta handritshöfundur, leikstjóri og framleiðandi upphæðinni á milli sín enda er kvikmyndagerð listgrein þar sem árangurinn verður til í nánu samstarfi þessara þriggja aðila.
Um kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt norrænni kvikmynd með mikið listrænt gildi. Myndin þarf að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2023 eða milli 1. júlí og 31. desember árið á undan.
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2002 og eru nú veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins fyrir bókmenntir, tónlist og starf að umhverfismálum. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn hefur umsjón með kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs.
Hér verður hægt að sjá bestu myndir Norðurlanda í haust
Í haust verða hinar sex tilnefndu myndir sýndar á eftirtöldum viðburðum og stöðum víða um Norðurlönd: