Fullorðinsfræðsla í Finnlandi

Aikuiskoulutus Suomessa
Photographer
Josh Felise on Unsplash
Hér er sagt frá möguleikum til fullorðinsfræðslu í Finnlandi, svo og því hvernig fullorðinsfræðsla er fjármögnuð.

Fræðsla er í boði fyrir fullorðna á öllum skólastigum. Fullorðnir nemar geta tekið þátt í öllum námsleiðum sem almennt eru ætlaðar ungu fólki og sem lýkur með gráðu. Margar menntastofnanir bjóða einnig námskeið sérstaklega ætluð fullorðnum, sem fara fram á kvöldin eða í fjarnámi. Fullorðnir geta stundað námið samhliða vinnu eða í frítíma sínum.

Styrkur til fullorðinsfræðslu

Fræðslusjóður Finnlands greiðir fullorðnu fólki á vinnumarkaði styrk til fullorðinsfræðslu. Styrkinn er aðeins hægt að nýta til að stunda nám eða ljúka prófi við finnska menntastofnun.

Til að fá styrk þarf umsækjandi að:

  • hafa verið minnst 8 ár á vinnumarkaði í Finnlandi sem launamaður eða verktaki,
  • hafa verið minnst eitt ár á sama vinnustað eða hjá sama fyrirtæki,
  • vera í námsleyfi frá vinnu
  • og hann má ekki eiga rétt á annars konar námsstyrk.

Sótt er um styrk til fullorðinsfræðslu hjá Fræðslusjóði Finnlands. Einnig er hægt að sækja um lánsábyrgð vegna námsláns hjá finnsku almannatryggingastofnuninni (Kansaneläkelaitos eða Kela).

Þau sem ekki eiga rétt á fullorðinsfræðslu geta sótt um almennan námsstyrk hjá Kela.

Einnig er hægt að fjármagna nám með styrk frá Kela til tímabundins leyfis frá störfum. Atvinnulausir geta sótt um atvinnuleysisstyrk til náms á eigin forsendum. Kynntu þér einnig endurhæfingu á vegum Kela fyrir atvinnulausa.

Hafið samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna