Nám á fullorðinsaldri í Finnlandi

Aikuiskoulutus Suomessa
Photographer
Josh Felise on Unsplash
Hér er sagt frá möguleikum til náms á fullorðinsaldri í Finnlandi og leiðum til að fjármagna slíkt nám.

Í Finnlandi getur fullorðið fólk stundað nám á öllum skólastigum. Fullorðnir geta stundað námið í vinnu, samhliða vinnu eða í frítíma sínum. Hægt er að fá styrk til náms í sumum námsleiðum.

Hvað er hægt að læra í finnskum iðnháskólum?

Fyrir fullorðna er til dæmis í boði iðnskólanám á grunnstigi, framhaldsstigi og í sérnámi, háskólanám, nám á grunnskólastigi, menntaskólanám, símenntun og endurmenntun, frjáls fullorðinsfræðsla, iðnnám á námssamningi og starfsmannaþjálfun á vinnustöðum.

Nám sem lokið er á fullorðinsaldri veitir sömu möguleika á framhaldsnámi og nám sem lokið er fyrr á ævinni. Nánari upplýsingar um nám á fullorðinsaldri í Finnlandi eru á vefsvæði StudyInfo og nánari upplýsingar um nám á mismunandi skólastigum eru á vefsvæði Info Norden.

Svonefndri frjálsri fullorðinsfræðslu lýkur ekki með námsgráðu. Frjáls fullorðinsfræðsla er í boði í finnskum lýðskólum, sumarháskólum, íþróttanámsmiðstöðvum og símenntunarmiðstöðvum. Þessar menntastofnanir bjóða upp á nám í ýmsum samfélagsgreinum, almennt nám og einnig námskeið sem miða að aukinni þekkingu og færni í áhugamálum fólks. Nánari upplýsingar um mismunandi skólastig í Finnlandi og umsóknarferli:

Frekari upplýsingar um tungumálanám í Finnlandi eru á síðunni Tungumálanámskeið í Finnlandi.

Hvaða styrk get ég fengið?

Bæði eðli námsins og aðstæður þínar hafa áhrif á það hvernig styrk þú getur fengið til náms á fullorðinsaldri. Möguleg styrkjaform eru fullorðinsfræðslustyrkur, námsstyrkur, styrkur til að taka tímabundið leyfi frá störfum, bætur fyrir nemendur á námssamningi, atvinnuleysisbætur, endurhæfingarstyrkur og auk þess styrkir úr ýmsum sjóðum.

Styrkur til náms á fullorðinsaldri

Fræðslusjóður Finnlands greiðir fullorðnu fólki á vinnumarkaði styrk til náms á fullorðinsaldri. Styrkinn er aðeins hægt að nýta til að stunda nám eða ljúka prófi við finnska menntastofnun. Frekari upplýsingar um nám á fullorðinsaldri og nánari skilyrði eru á síðu finnska atvinnumálasjóðsins.

Ef þú færð styrk til náms á fullorðinsaldri getur þú líka átt rétt á ríkisábyrgð námslána. Nánari upplýsingar um ríkisábyrgð námslána eru á vefsvæði Kela.

Námsstyrkur

Þau sem ekki eiga rétt á styrk til náms á fullorðinsaldri geta sótt um almennan námsstyrk hjá Kela. Nánari upplýsingar um námsstyrk í Finnlandi eru á síðunni Finnskur námsstyrkur.

Önnur styrkjaform

Þú getur líka fjármagnað nám með styrk Kela til að taka tímabundið leyfi frá störfum, atvinnuleysisbótum frá Kela eða atvinnuleysissjóði, starfsendurhæfingarstyrk Kela til að greiða fyrir aðlögun að vinnumarkaði, bótum námsmanna á námssamningi eða annars konar styrkjum og sjóðum. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.

Hvað þarf ég að vita um nám í Finnlandi?

Ef þú kemur til náms í Finnlandi er gott að hafa upplýsingar um húsnæðismál námsmanna, starfsnám, heilbrigðisþjónustu og almannatryggingar, auk afslátta fyrir námsmenn í Finnlandi. Við höfum safnað saman upplýsingum um þessi atriði á síðuna Leiðbeiningar: Nám í Finnlandi.

Einnig er hægt að fjármagna nám með styrk frá Kela til tímabundins leyfis frá störfum. Atvinnulausir geta sótt um atvinnuleysisstyrk til náms á eigin forsendum. Kynntu þér einnig endurhæfingu á vegum Kela fyrir atvinnulausa.

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna