Tungumálanámskeið í Finnlandi

Kielikurssit Suomessa
Hér eru upplýsingar um það hvar hægt er að læra finnsku og önnur norðurlandamál í Finnlandi.

Finnskukennsla í Finnlandi

Byrjenda- og framhaldsnámskeið í finnsku eru í boði um allt landið, til dæmis í símenntastofnunum og lýðskólum sem eru í langflestum sveitarfélögum Finnlands. Kennslan fer til dæmis fram á finnsku, sænsku eða ensku. Í sumum sveitarfélögum standa innflytjendum tungumálanámskeið til boða án endurgjalds.

Lista yfir allar símenntastofnanir Finnlands má finna á vefsvæði Sambands finnskra símenntastofnana.

Símenntastofnanir tíu stærstu sveitarfélaganna eru:

Finnska er einnig kennd víðar, meðal annars í opnum háskólum í Helsinki, Oulu og Rovaniemi. Nánari upplýsingar á vefsvæði opna háskólans.

Ýmsir lýðskólar víða um land bjóða einnig upp á tungumálanámskeið. Nánari upplýsingar um starfsemi lýðskólanna eru á vefsvæðum þeirra.

Á hverju sumri standa fræðsluyfirvöld í Finnlandi fyrir hraðnámskeiðum í finnsku og finnskri menningu fyrir byrjendur og lengra komna, meðal annars sumarnámskeiðum. Fræðsluráð stendur einnig fyrir námskeiðum og starfsnámi í háskólum erlendis fyrir erlenda finnskunema.

Kennsla í norðurlandamálum í Finnlandi

Sænskunámskeið eru í boði víða um landið í símenntastofnunum, opnum háskólum og lýðskólum. Kennslan fer oftast fram á finnsku.

Minna er um kennslu í dönsku, norsku og íslensku, en símenntastofnanir stærstu sveitarfélaganna sem og opnir háskólar, tungumálamiðstöðvar háskóla, sumarframhaldsskólar og lýðskólar bjóða þó slík námskeið í einhverjum mæli. Norræna félagið í Finnlandi, Pohjola-Norden, býður einnig upp á námskeið í norðurlandamálum öðru hverju. Kennsla í dönsku, norsku og íslensku fer yfirleitt fram á sænsku eða finnsku.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna