Stjórnsýsluhindranahópur Norðurlandaráðs

Hjá Norðurlandaráði starfar svokallaður Stjórnsýsluhindranahópur sem er skipaður þingmönnum allra landa, flokkahópa og nefnda í Norðurlandaráði.

Verkefni nefndarinnar er annars vegar að styðja Stjórnsýsluhindranaráð Norrænu ráðherranefndarinnar í starfi sínu við að leitast við að leysa úr þeim hindrunum sem fyrir hendi eru gegn frjálsi för um Norðurlönd og hins vegar að þrýsta á þingin varðandi málefni sem ganga lengra eða Stjórnsýsluhindranaráðið hefur ekki lengur til meðferðar.

Stjórnsýsluhindranahópurinn hittist yfirleitt 4-5 sinnum á ári, oftast í tengslum við nefndafundi en einu sinni á ári á lengri vinnufundi. Stjórnsýsluhindranahópurinn myndar einnig tengingu milli þeirrar stjórnsýsluhindranavinnu sem á sér stað innan nefnda Norðurlandaráðs og milli Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar.

Einn fulltrúi í Stjórnsýsluhindranahópnum er einnig almennur fulltrúi í Stjórnsýsluhindranaráði Norrænu ráðherranefndarinnar.

Formlega er Stjórnsýsluhindranahópurinn óformlegur vinnuhópur sem heyrir undir Norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndina.

Til að fá samband við Stjórnsýsluhindranahópinn má senda póst til Claes Håkansson, clha@norden.org.