Fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2024 hefur verið samþykkt

01.11.23 | Fréttir
Stortinget
Photographer
Magnus Fröderberg/norden.org
Samstarfsráðherrar Norðurlanda og forsætisnefnd Norðurlandaráðs ræddu fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir árið 2024 á 75. þingi Norðurlandaráðs í Ósló.

Þann 30. október samþykktu norrænu samstarfsráðherrarnir fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Daginn eftir samþykkti Norðurlandaráð nefndarálit sitt um fjárhagsáætlunina. Norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð ræða fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar á hverju ári og þegar um sumarið 2023 var gert samkomulag um forgangsröðun nokkurra beinna aðgerða í fjárhagsáætlun ársins 2024, þ. á m. á sviði menningar- og menntamála.

 

Áhersla á Framtíðarsýn okkar 2030

Grundvöllur fjárhagsáætlunarinnar er framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims árið 2030. Framtíðarsýnin felur í sér þrjú stefnumarkandi áherslusvið sem miða að því að Norðurlönd verði í fararbroddi þegar kemur að grænum umskiptum, félagslegri sjálfbærni og samkeppnishæfni. Samstarf við norrænar stofnanir, skrifstofur Norrænu ráðherranefndarinnar í Eystrasaltslöndunum, borgaralegt samfélag og atvinnulífið er lykilatriði í vinnunni að framtíðarsýninni, og hið sama má segja um áframhaldandi þverfaglega og markvissa vinnu að því að tryggja öfluga þátttöku norrænna stjórnmálamanna. Samstarf Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar við gerð fjárhagsáætlunarinnar er liður í því ferli.