NÝ SKÝRSLA: Átta af hverjum tíu hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum

24.06.20 | Fréttir
Far og datter i skogen
Photographer
Alexander Hall/imagebank.sweden.se
Ekki hefur enn tekist að koma böndum á loftslagsbreytingar. Af þessu hafa 80 prósent Norðurlandabúa áhyggjur. Þau vilja nú eflt norrænt samstarf um loftslagslausnir. Þetta eru góðar fréttir fyrir norrænu ríkisstjórnirnar, sem allar vilja efla norrænt samstarf á sviði umhverfis- og loftslagsmála.

Ný skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar, „Lýðræði og þátttaka í loftslagsmálum á Norðurlöndum - Sömu markmið, ólíkar lausnir“, byggist á svörum fimm þúsund einstaklinga við spurningum um loftslagsmál, lýðræði og vilja þeirra til leggja hönd á plóg. 80 prósent svarenda segjast hafa áhyggjur af loftslagsmálum. Almenningur telur loftslagsmálin vera brýnasta viðfangsefnið í samstarfi Norðurlandanna. Athygli vekur að stuðningur við norrænt samstarf um loftslagsmál hefur tvöfaldast á tveimur árum. Stjórnmálafólk er því komið með stuðning almennings við aukið samstarf um góðar loftslagslausnir.

Engu að síður er vert að veita því athygli að 37 prósent af aðspurðum höfðu ekki hafa trú á því að stjórnmálafólk eitt og sér gæti leyst loftslagsvandann þrátt fyrir að fólk beri almennt mikið traust til lýðræðisins og stjórnvalda á öllum Norðurlöndunum. Að mati framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, Paulu Lehtomäki, er þetta jákvætt.

„Stjórnmálafólk á Norðurlöndum ætti að veita þessu athygli. Á sama tíma tel ég að almenningur sé að kalla eftir auknu samstarfi milli hins opinbera og einkageirans,“ segir Lehtomäki.

Lítill munur á milli kynslóða

Í skýrslunni er sjónum beint að ungu fólki. Búist var við að könnunin sýndi meiri áhyggjur af loftslagsmálum meðal ungs fólks. Raunin varð sú að áhyggjurnar skiptust jafnt milli yngri og eldri aldurshópa. Engu að síður bendir könnunin til þess að einkum ungt fólk sé viljugt að leggja sitt af mörkum. Unga fólkið er reiðubúið að leggja meira á sig til að ná æskilegri þróun.

„Það eru viðhorf og vilji sem framtíðarstefna um sjálfbært samfélag byggist á,“ segir Lehtomäki að lokum.

Skýrslan „Lýðræði og þátttaka í loftslagsmálum á Norðurlöndum – Sömu markmið, ólíkar lausnir“ kemur út miðvikudaginn 24. júní 2020.

Það eru viðhorf og vilji sem framtíðarstefna um sjálfbært samfélag byggist á.

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar