Merkingarkerfi virkar ekki sem skyldi: Allt of mikið af mat er fleygt
Allt of mikið af matvælum er fleygt, jafnvel þótt ekkert sé að þeim. Mun meiri möguleikar eru faldir í merkingarkerfinu „best fyrir“, sem við eigum að leggja áherslu á, segir Tove Elise Madland, formaður sjálfbærninefndar Norðurlandaráðs.