Norræni jafnréttissjóðurinn opnar fyrir umsóknir hinn 1. mars 2024!

20.02.24 | Fjármögnunarmöguleiki
Norræni jafnréttissjóðurinn fjármagnar samstarf sem snýr að jafnréttismálum. Frá árinu 2013 hefur sjóðurinn styrkt 90 verkefni og leitar nú verkefna sem fela í sér norrænt notagildi. Umsóknartímabilið er frá 1. mars til og með 2. apríl 2024.

Upplýsingar

Flokker
Styrkir
External organization
NIKK Nordisk Information on Gender
Fjármálarammi
50.000-500.000
Lönd
Danmörk
Finnland
Noregur
Svíþjóð
Ísland
Færeyjar
Grænland
Álandseyjar
Lettland
Litháen
Eistland

Þú getur sent inn umsókn til Norræna jafnréttissjóðsins fyrir verkefni sem hefjast á árinu 2024 og sem verður lokið innan tveggja ára. 

Verkefnin geta t.d. skilað nýrri þekkingu, miðlað reynslu og skapað norræn tengslanet.

Nordisk information för kundskab om kön (NIKK) (norrænar upplýsingar um kyn) sér um umsýslu sjóðsins fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar og annast meðal annars auglýsingar um umsóknir, mat á verkefnum og eftirfylgni með niðurstöðum. Þú getur sent inn umsókn á nikk.no á meðan á umsóknartímanum stendur.

ATHUGIÐ: Sjóðurinn styrkir verkefni þar sem minnst þrír aðilar frá minnst þremum norrænum löndum vinna saman að jafnréttismálum. Verkefni sem miða að því að leysa vandamál í tengslum við jafnrétti, skila nýrri þekkingu, miðla reynslu eða styrkja og treysta norræna samkennd geta sótt um styrki til sjóðsins. Færeyjar, Grænland og Álandseyjar geta talist sem eitt land og einnig er mögulegt að eitt Eystrasaltslandanna taki þátt með a.m.k. tveimur norrænum ríkjum. Þá mega fleiri en þrjú lönd taka þátt.

Í ár eru styrkir eyrnamerktir verkefnum sem leggja áherslu á jafnrétti í umhverfismálum á norðurslóðum. Að yfirlagi norrænu ráðgjafarnefndarinnar um málefni norðurslóða (NRKA) hefur Norræna samstarfsnefndin (NSK) ákveðið að fjármagna verkefni um allt að 250.000 DKK í nafni áætlunarinnar Nordic Leadership for Gender Equality in Climate Action.

Mikilvægar dagsetningar árið 2024

1. mars Opnað fyrir umsóknir á nikk.no

2. apríl Umsóknarfrestur rennur út kl. 24.00 (CET)

Maí Umsækjendur fá tilkynningar um samþykkt umsókna

Júní Undirritun samninga

Taktu þátt í upplýsingafundinum 18. mars

18. mars 2024 heldur NIKK kynningarfund á netinu. Þú getur skráð þig á neðangreindri slóð. Fundurinn fer fram á ensku.