Um Norrænt verkefni um matvælastefnu

Food Museum COP23
Ljósmyndari
Art Rebels
Norrænt verkefni um matvælastefnu (Nordic Food Policy Lab) er eitt sex flaggskipsverkefna sem heyra undir verkefnið Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum en norrænu forsætisráðherrarnir fimm kynntu það verkefni árið 2017.

Norrænt verkefni um matvælastefnu stýrir og miðlar dæmum um norræna matvælastefnu, sem snúa bæði að heilsufari og sjálfbærni, gegnum samstarfsaðila um allan heim. Við leggjum sérstaka áherslu á neytendamiðaða stefnu sem getur haft áhrif á eftirspurn með það að markmiða að stýra matvælakerfinu í átt að aukinni sjálfbærni.

Samstarf

Norrænu verkefni um matvælastefnu var komið á fót til þess að verða alþjóðleg miðstöð sem safnar saman, stýrir og dreifir norrænum lausnum sem snúa að matvælastefnu. Tilgangur okkar er að tryggja að þessar lausnir geti nýst í öðrum löndum þar sem verið er að byggja upp samþætta matvælastefnu og að þær komi að notum við vinna úr áskorunum sem skilgreindar eru í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og stuðla að því að sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna verði uppfyllt.

Gegnum alþjóðlega samstarfsaðila búum við til lausnamiðaðar tilraunir og samtöl og sköpum og miðlum dæmum um sjálfbæra matvælastefnu í verki. Meginmarkmið okkar er að koma á fót tækifærum til þess að greiða fyrir nýskapandi neytendamiðaðri stefnu sem hvetur til næringarríks og sjálfbærs mataræðis. Við trúum því að Norðurlöndin eigi í fórum sínum gagnlegan lærdóm og dæmi um hvernig hægt sé að nýta stefnumótun í þessum tilgangi og við vonumst til að geta deilt því með öðrum um leið og við lærum og komum heim með mikilvægan lærdóm og reynslu frá öðrum löndum.

Join the Nordic Food Policy Lab newsletter

The Nordic Food Policy Lab is gathering insights and news about the latest trends in food and food policy.

For regular updates showcasing stories, people, experiences and policies guiding the way to a better food future, sign up to our newsletter:

Feel free to get in touch with project officer and newsletter editor Marie Persson if you have something you would like to see featured.