Barnabætur á Álandseyjum

Á Álandseyjum eru barnabætur fjármagnaðar af landsstjórninni. Álendingar þurfa þó einnig að sækja um barnabætur hjá FPA. Reglurnar eru þær sömu og í Finnlandi að því undanskildu að upphæðirnar eru mismunandi. Barnabætur eru hærri á Álandseyjum en öðrum hlutum Finnlands.
Barnabætur
Barnabætur á Álandseyjum miðast við fjölda barna í fjölskyldu. Bæturnar hækka með hverju barni sem er yngra en 17 ára. Á Álandseyjum fá einstæðir foreldrar (sem ekki eru giftir eða í sambúð) bætur fyrir hvert barn. FPA greiðir barnabætur, sem eru skattfrjálsar, fyrir börn sem eru búsett á Álandseyjum þar til þau ná 17 ára aldri. Barnabæturnar eru háðar búsetu og greiðslur stöðvast mánuðinn eftir að flutt er úr landi. Greiðslur hefjast mánuðinn eftir fæðingu barns eða mánuðinn eftir að réttur fæst til barnabóta.
Hvernig sæki ég um barnabætur?
Þú skráir þig inn með netbankakóða eða auðkenni í farsíma þegar þú sækir um barnabætur með netþjónustu FPA. Ef þú getur ekki gert það getur þú fyllt út eyðublaðið „Ansökan – Barnbidrag“ og skilað því ásamt fylgiskjölum til FPA.
Norrænir ríkisborgarar
Ef þú ert norrænn ríkisborgari, starfar á Álandseyjum og nýtur réttinda í almannatryggingakerfinu á Álandseyjum getur þú fengið álenskar barnabætur fyrir börn yngri en 17 ára. Skilyrði fyrir álenskum barnabótum er að barnið sé einnig búsett á Álandseyjum.
Nánari upplýsingar
Hér getur þú einnig kynnt þér síður Norðurlanda um barnabætur, aðlögun laga um barnabætur fyrir Álandseyjar og upplýsingasíður FPA um fjölskyldubætur
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.