Barnabætur í Finnlandi

Suomen lapsilisä
Hér segir frá barnabótum í Finnlandi.

Finnska almannatryggingastofnunin (Kansaneläkelaitos eða Kela) greiðir barnabætur vegna barna sem búsett eru í Finnlandi. Í vissum tilvikum er unnt að greiða barnabætur til launþega sem kemur frá öðru norrænu landi eða ESB-landi þó að barnið búi ekki í Finnlandi.

Barnabætur eru greiddar frá og með fyrstu mánaðamótum eftir fæðingu barns eða frá og með þeim mánuði þegar barn hlýtur rétt til barnabóta, til dæmis í tengslum við flutning til Finnlands. Barnabætur eru greiddar í síðasta sinn fyrir þann mánuð sem barnið nær 17 ára aldri. Upphæð barnabóta er þrepaskipt eftir fjölda barna.

Á Álandseyjum eru barnabætur hærri en á finnska meginlandinu. Þær eru greiddar af álensku landsstjórninni.

Nánari upplýsingar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna