Norskar barnabætur

Norsk barnetrygd
Hér geturðu lesið um rétt til norskra barnabóta.

Allir sem búa í Noregi og eiga barn sem er yngra en 18 ára eiga rétt á barnabótum. Í einstökum tilfellum er einnig veittur fjárstuðningur vegna barna sem búsett eru í öðru EES-ríki. NAV (vinnumála- og velferðarstofnunin) sér um greiðslur barnabóta í Noregi. 

Hvað eru norskar barnabætur?

Barnabótum er ætlað að mæta útgjöldum vegna barna. Barnabætur eru greiddar mánaðarlega. Greiðslur barnabóta hefjast mánuði eftir fæðingu barns eða mánuði eftir að þú síðar ávinnur þér rétt á barnabótum. Barnabætur eru greiddar til og með mánuðinum áður en barnið verður átján ára. Barnabætur eru föst upphæð fyrir hvert barn og eru ekki skattskyldar.

      Átt þú rétt á barnabótum?

      Ef þú ert með á framfæri þínu barn yngra en 18 ára sem er búsett í Noregi áttu rétt á barnabótum. Fósturforeldrar eða aðrir umönnunaraðilar eiga rétt á barnabótum ef barnið býr fast hjá þeim lengur en í þrjá mánuði. Þetta á við um alla sem búa í Noregi, hvort sem þeir eru útivinnandi eða ekki, sjálfstætt starfandi eða í námi.

      Ef foreldrar eru ekki í sambúð en hafa gert með sér samkomulag um að börnin búi til jafns hjá þeim er hægt að skipta barnabótum jafnt milli þeirra. Einstæðir foreldrar geta fengið auknar barnabætur ef þeir búa einir með barninu.

      Erlendir ríkisborgarar geta átt rétt á barnabótum ef öll fjölskyldan er og hefur verið búsett í Noregi í tólf mánuði að lágmarki. Þetta á við um alla erlenda ríkisborgara sem búa í Noregi, sem eru með lögheimili þar, sem hafa dvalarleyfi eða dveljast löglega í landinu af öðrum ástæðum.

      Ríkisborgari frá ESB/EES-landi sem starfar í Noregi getur átt rétt á barnabótum þrátt fyrir að hann hafi búið skemur en tólf mánuði þar í landi.

      Ríkisborgari í EES-landi sem starfar í Noregi en á fjölskyldu sem býr í öðru EES-landi getur átt rétt á fullum eða hluta af barnabótum í Noregi. Ef annað foreldrið byrjar að vinna eða hættir störfum í hinu landinu þarf að tilkynna það hjá NAV. Þú verðir einnig að tilkynna til NAV ef breytingar verða á greiðslum barnabóta í hinu landinu eða ef breytingar verða á ráðningarsambandi þínu.

      Áttu rétt á barnabótum þegar þú dvelur í öðru landi eða flytur þangað?

      Meginreglan er sú að þú eigir eingöngu rétt á barnabótum vegna barna sem búa í Noregi en stundum eru greiddar barnabætur vegna barna sem búa í öðru EES-landi.

      Ef þú færð barnabætur frá NAV og ráðgerir dvöl erlendis þarftu að kanna hvort þú getir tekið barnabæturnar með þér. Það fer eftir því hvað þú ferð að gera og hve lengi þú hyggst dveljast erlendis. Kannaðu hjá NAV hvað gildir í þínu tilviki

      Hvernig sækirðu um barnabætur?

      Meginreglan er sú að ekki þarf að sækja um barnabætur. Fæðist barn í Noregi fær móðirin sjálfkrafa barnabætur um tveimur mánuðum eftir fæðingu barnsins. Í sumum tilvikum þarftu samt að sækja um barnabætur. Um þetta er fjallað nánar á heimasíðu NAV.

      Hvar geturðu fengið svör við spurningum þínum?

        Hafðu samband við NAV ef þú ert með spurningar um barnabætur.

        Hafðu samband við yfirvöld
        Spurning til Info Norden

        Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

        ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

        Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
        Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna