Barnabætur á Grænlandi

Grønlandsk børnetilskud
Hér er er að finna upplýsingar um barnabætur á Grænlandi.

Á Grænlandi geta fjölskyldur fengið barnabætur.

Hvað eru grænlenskar barnabætur?

Barnabætur eru framlag til framfærslu barnsins og rétturinn til þeirra fylgir barninu. 

Barnabætur eru tekjutengdar, þ.e. upphæð bótanna er háð tekjum foreldranna.

Upphæð barnabótanna er ákvörðuð í fjárlögum Inatsisartut.

Hver eru skilyrðin?

Til þess að fá barnabætur þarf að uppfylla nokkur skilyrði:

  • Barnið verður að vera yngra en 18 ára.
  • Barnið verður að vera búsett og eiga lögheimili á Grænlandi.
  • Barnið verður að vera danskur ríkisborgari.
  • Barnið má ekki vera í hjónabandi.
  • Barnið má ekki vera í fóstri á vegum opinberra aðila utan heimilisins.

Hvernig sækirðu um?

Ekki þarf að sækja um barnabætur - ekki heldur þegar flutt er milli sveitarfélaga.

Foreldrar sem eiga rétt á barnabótum fá þær greiddar sjálfkrafa. 

Sértu flutt/ur til Grænlands skaltu láta skrá sig í því sveitarfélagi sem þú hyggst setjast að í. Þegar það hefur verið gert muntu geta fengið greiddar barnabætur.

Bæturnar falla brott við lok þess mánaðar sem barnið verður 18 ára.

Ef flutt er úr landi

Aðeins eru greiddar barnabætur til þeirra sem skráðir eru með lögheimili á Grænlandi. Þetta þýðir að þú getur ekki tekið með þér bæturnar þegar þú flytur frá Grænlandi.

Hvar geturðu aflað þér upplýsinga?

Hjá því sveitarfélagi þar sem þú átt heima eða hyggst flytja til.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna