Meðganga og fæðing á Álandseyjum

graviditet Åland
Photographer
Yadid Levy
Hér má lesa um meðgöngu og fæðingu á Álandseyjum. Hér eru meðal annar gefnar upplýsingar um skoðanir á meðgöngu, mæðraráðgjöf á Álandseyjum, fæðinguna og umsókn um meðgöngustyrk og fæðingarorlofsgreiðslur.

Þessi grein fjallar um mæðraskoðun og fæðingu á Álandseyjum. Upplýsingar um fjölskyldubætur eftir fæðingu er að finna á síðunni „Fjölskyldubætur á Álandseyjum“, sem fjallar einnig um það sem er frábrugðið frá Finnlandi á Álandseyjum. Nýttu þér endilega stuttar leiðbeiningar FPA fyrir barnafjölskyldur, sem gefur gott yfirlit yfir þau réttindi sem þú nýtur þegar þú átt von á barni. Þar á meðal er að mæta í ráðgjöf og skila þungunarvottorði, sækja um meðgöngustyrk og fæðingarorlofsgreiðslur og fleira.

Eftirfylgni á meðgöngu

Konur sem eiga fasta búsetu á Álandseyjum eiga rétt á gjaldfrjálsri ljósmæðraþjónustu frá heilsugæslustöðvum bæði á meðgöngu og eftir fæðingu. Markmið skrifstofu mæðraráðgjafar er að hlúa að heilsu barnshafandi kvenna, fósturs, nýfædds barns og fjölskyldu barnsins. Ef þú ert með sjúkratryggingu í öðru ESB- eða EES-landi eða Sviss og dvelur tímabundið á Álandseyjum áttu rétt á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á Álandseyjum og þar með mæðraskoðun.

Fæðing

Fæðing er hluti af hjúkrunarþjónustu fyrir þá sem hafa fasta búsetu á Álandseyjum. Heimsóknir á heilsugæslustöðvar og sjúkrahús eru yfirleitt gjaldskyldar. Á síðu heilbrigðisþjónustu Álandseyja má finna upplýsingar um undirbúning fyrir fæðingu, undirbúning fyrir brjóstagjöf, hvenær skal fara á fæðingardeild, hvað skal taka með sér á sjúkrahúsið, það sem gott er að vita þegar farið er á fæðingardeild og upplýsingar um fæðingarherbergið, verkjastillingu og fleira.

Nánari upplýsingar:

Upplýsingar um fæðingar á Norðurlöndum

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna