Meðganga og fæðing í Finnlandi

Raskaus ja synnytys Suomessa
Ljósmyndari
Aditya Romansa on Unsplash
Hér eru upplýsingar um meðgöngueftirlit og fæðingu í Finnlandi.

Hér er sagt frá meðgöngueftirliti og fæðingu í Finnlandi. Á síðunni Bætur fyrir barnafjölskyldur í Finnlandi er sagt frá stuðningi við og bótum handa barnafjölskyldum að lokinni fæðingu.

Á Álandseyjum er í meginatriðum fylgt sömu reglum og í Finnlandi. Á síðunni Meðganga og fæðing á Álandseyjum er farið yfir það sem er ólíkt með kerfinu á meginlandi Finnlands og á Álandseyjum.

Eftirlit á meðgöngu

Einstaklingar með fasta búsetu í Finnlandi eiga rétt á opinberri heilsugæsluþjónustu án endurgjalds á meðgöngutíma og að meðgöngu lokinni. Gangi meðgangan vel bjóðast að minnsta kosti 8–10 skoðanir á heilsugæslu að viðstöddum hjúkrunarfræðingi og lækni. Að minnsta kosti 15 skoðanir fara fram í ungbarnaeftirliti eftir að barnið er fætt.

Einstaklingar sem sjúkratryggðir eru í öðru ESB/EES-landi eða í Sviss og dvelja tímabundið í Finnlandi eiga rétt á nauðsynlegri læknisþjónustu í Finnlandi, svo sem eftirliti á meðgöngu.

Fæðing

Einstaklingar búsettir í Finnlandi eiga rétt á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu, meðal annars í tengslum við barnsfæðingu. Fólk sem dvelur tímabundið í Finnlandi og er sjúkratryggt í öðru ESB/EES-landi eða Sviss á einnig rétt á heilbrigðisþjónustu vegna fæðingar gegn sama gjaldi og aðrir íbúar í sama sveitarfélagi. Upphæðin getur verið breytileg eftir sveitarfélögum.

Einstaklingar sjúkratryggðir í öðru norrænu landi eiga rétt á þjónustu í tengslum við fæðingu ef þeir framvísa opinberum skilríkjum frá heimalandi sínu (til dæmis ökuskírteinis eða vegabréfs), auk þess að gefa upp fast heimilisfang sitt í öðru norrænu landi. Einnig er hægt að framvísa evrópsku sjúkratryggingakorti.

Einstaklingar sem koma gagngert til Finnlands til þess að fæða barn frá öðru ESB/EES-landi eða Sviss þurfa að hafa sótt um leyfi til þess fyrirfram frá heimalandi sínu, ef þeir vilja fá þjónustuna á sama verði og íbúar viðkomandi sveitarfélags í Finnlandi.

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna