Hér eru tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023

Umhverfisverðlaunin 2023 verða veitt aðila sem stuðlar að breytingum innan textíliðnaðarins og breyttri notkun á fatnaði í þágu sjálfbærrar þróunar. Þema ársins snýst um líftíma textíls í heild sinni, allt frá framleiðslu á hráefni til hönnunar, sölu, viðgerða, endurnýtingar og förgunar.
„Í ár kaus dómnefndin að beina sjónum sínum að þeim miklu áskorunum sem fólgnar eru í framleiðslu og notkun á textíl, enda rík ástæða til. Þess vegna gleður það mig að við skulum í dag geta kynnt sjö frábærar norrænar lausnir við mörgum þessara áskorana. Það sést á þessum hóp að Norðurlönd eru í fararbroddi þegar kemur að þeim umskiptum sem nauðsynleg eru í virðiskeðju textíls eins og hún leggur sig og að sjálfbær textíliðnaður er mögulegur,“ segir Cilia Indahl, formaður dómnefndar umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.
Textíliðnaðurinn stendur frammi fyrir margs konar úrlausnarefnum, bæði félagslegum og umhverfis- og loftslagstengdum. Norrænn textíliðnaður, fataverslun, tískuhönnun og neytendur geta verið öðrum fyrirmynd og ýtt undir jákvæða þróun á heimsvísu.
Því verða umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2023 veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem stuðlar að sjálfbærri framleiðslu og notkun á textílefnum.Þema verðlaunanna styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun númer 12, 9 og 17.
Tilnefningarnar sjö
Tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023:
Tilkynnt verður um vinningshafa umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2023 þann 31. október í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Ósló. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300 þúsund danskar krónur.
Um umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs voru fyrst veitt árið 1995 og markmiðið með þeim er að efla vitund um náttúru- og umhverfisvernd á Norðurlöndum. Hver sem er getur sent inn tillögur að tilnefningum. Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem öðrum til eftirbreytni hefur tekist að samþætta umhverfissjónarmið starfsemi sinni eða framtaki eða á annan hátt lyft grettistaki í þágu umhverfisverndar. Verðlaunin nema 300 þúsundum danskra króna.
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2023 verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem stuðlar að sjálfbærri framleiðslu og notkun á textílefnum.