Formennska Norrænu ráðherranefndarinnar 2020

Fælles om fremtidens løsninger

Fælles om fremtidens løsninger

Photographer
Scanpix.dk

Samtaka um framtíðarlausnir. Svo hljóðar yfirskriftin sem lýsir keppikefli væntanlegrar formennsku Danmerkur auk Grænlands og Færeyja í Norrænu ráðherranefndinni árið 2020. Formennskulandið vill hrinda í framkvæmd framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030: Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Samtaka um framtíðarlausnir. Svo hljóðar yfirskriftin sem lýsir keppikefli væntanlegrar formennsku Danmerkur auk Grænlands og Færeyja í Norrænu ráðherranefndinni árið 2020. Formennskulandið vill hrinda í framkvæmd framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar 2030: Norðurlönd eiga að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims.

Markmið formennskulandsins eru meðal annars að efla samkennd og samstarf innan Norðurlanda og efla sameiginleg tækifæri á svæðinu. Formennskuáætlunin styður við hin þrjú stefnumarkandi áherslumál Norrænu ráðherranefndarinnar: græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Öll stuðla þessi áherslumál að því að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verði náð.

„Á formennskuárinu viljum við leggja áherslu á samstarf um nýjar lausnir sem geta komið Norðurlöndum í fararbrodd í loftslagsmálum um leið og við höldum áfram að vera samkeppnishæf og félagslega sjálfbær. Þetta eru markmiðin í nýrri framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar og við ætlum að ná þeim. Það er fyrst og fremst unga fólkið sem hefur sett loftslagsmálin á dagskrá. Við eigum að hlusta á þau og bregðast strax við. Þau eiga það inni hjá okkur. Það er framtíð þeirra sem við byggjum á,“ segir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. 

Græn Norðurlönd

Norðurlönd eru þekkt um allan heim fyrir metnaðarfullt og öflugt starf sitt að sjálfbærni- og loftslagsmálum. Á formennskuárinu 2020 verður haldið áfram að efla norrænt samstarf um umhverfis- og loftslagsmál og náttúruvernd, bæði svo að Norðurlönd verði enn grænni en nú er og til þess að þau taki forystu í þessum málum á alþjóðavettvangi. Í því sambandi á meðal annars að hlúa að líffræðilegri fjölbreytni og draga úr plasti og öðrum úrgangi í hafinu. 

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur

Á formennskuárinu viljum við leggja áherslu á samstarf um nýjar lausnir sem geta komið Norðurlöndum í fararbrodd í loftslagsmálum um leið og við höldum áfram að vera samkeppnishæf og félagslega sjálfbær. Þetta eru markmiðin í nýrri framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar og við ætlum að ná þeim. Það er fyrst og fremst unga fólkið sem hefur sett loftslagsmálin á dagskrá. Við eigum að hlusta á þau og bregðast strax við. Þau eiga það inni hjá okkur. Það er framtíð þeirra sem við byggjum á.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur

Samkeppnishæf Norðurlönd

Einn af áhersluþáttum formennskunnar er að Norðurlönd efli áfram stöðu sína sem svæði án landamæra þar sem umfangsmesta svæðisbundna samstarf heims fer fram. Með rannsóknum, nýsköpun og fjárfestingum ætlar formennskulandið sér að skapa fyrirtækjum kjöraðstæður til samkeppni í tengslum við græn umskipti og loftslagsvænar hringrásarlausnir, Norðurlöndum og heiminum öllum til góða. Einnig í þessu sambandi er ungt fólk mikilvægt. „Norrænt samstarf er mikilvægt fyrir Grænland því við saga okkar jafnt sem gildi eru sameiginleg með Norðurlöndum. Þess vegna álítum við það mikilvægt að Grænland taki þátt í formennskunni á árinu 2020. Í formennskuverkefnum ríkjasambandsins viljum við leggja áherslu á atvinnumöguleika ungs fólks í norrænum strandsamfélögum,“ segir Vittus Qujaukitsoq, samstarfsráðherra Grænlands.

Kaj Leo Holm Johannesen, ráðherra norrænnar samvinnu, Færeyjum

Norræn samheldni byggist á sameiginlegum gildum á borð við traust, lýðræði og jafnrétti. Þessi samheldni stendur nú andspænis nýjum heimi alþjóðavæðingar. Að mati formennskulandsins eru svið menntunar og menningar kjörinn vettvangur fyrir aðgerðir til að standa vörð um og efla félagslega samheldni þvert á norrænu löndin, svo og þekkingu á norrænu tungumálunum. Þar gegna sjálfbær tengslanet ungs fólks mikilvægu hlutverki. Allir eiga að njóta góðs af samstarfinu, ungir sem aldnir, óháð forsendum þeirra.

Félagslega sjálfbær Norðurlönd

Norræn samheldni byggist á sameiginlegum gildum á borð við traust, lýðræði og jafnrétti. Þessi samheldni stendur nú andspænis nýjum heimi alþjóðavæðingar. Að mati formennskulandsins eru svið menntunar og menningar kjörinn vettvangur fyrir aðgerðir til að standa vörð um og efla félagslega samheldni þvert á norrænu löndin, svo og þekkingu á norrænu tungumálunum. Þar gegna sjálfbær tengslanet ungs fólks mikilvægu hlutverki. Allir eiga að njóta góðs af samstarfinu, ungir sem aldnir, óháð forsendum þeirra.

Vittus Qujaukitsoq, ráðherra norrænnar samvinnu, Grænlandi

Yfirskrift formennskuársins 2020 er „Samtaka um framtíðarlausnir“ og ríkjasamband Danmerkur, Grænlands og Færeyja er samtaka í formennsku fyrir Norðurlönd öll. Sem betur fer er þetta ekki í fyrsta sinn og með því að byggja á góðum árangri fyrri ára má skapa grunn til að gera vel á árinu 2020 að mati Færeyinga. 

„Bæði 2005 og 2010 tóku Færeyingar þátt í formennsku Dana og það gekk vel. Það er eðlileg þróun á því starfi að við tökum á okkur meiri ábyrgð að þessu sinni en nú munum við að hluta til veita sviði fiskveiða og fiskeldis, landbúnaðar, matvæla og skógræktar pólitíska forystu. Með þessum hætti sýnum við enn á ný að við bæði getum og viljum taka þátt í norrænu samstarfi til jafns við norræna nágranna okkar, segir Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja.

Samtaka um framtíðarlausnir

Yfirskrift formennskuársins 2020 er „Samtaka um framtíðarlausnir“ og ríkjasamband Danmerkur, Grænlands og Færeyja er samtaka í formennsku fyrir Norðurlönd öll. Sem betur fer er þetta ekki í fyrsta sinn og með því að byggja á góðum árangri fyrri ára má skapa grunn til að gera vel á árinu 2020 að mati Færeyinga. 

„Bæði 2005 og 2010 tóku Færeyingar þátt í formennsku Dana og það gekk vel. Það er eðlileg þróun á því starfi að við tökum á okkur meiri ábyrgð að þessu sinni en nú munum við að hluta til veita sviði fiskveiða og fiskeldis, landbúnaðar, matvæla og skógræktar pólitíska forystu. Með þessum hætti sýnum við enn á ný að við bæði getum og viljum taka þátt í norrænu samstarfi til jafns við norræna nágranna okkar, segir Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja.