Norrænir ráðherrar vilja tryggja samlegð milli efnahagslegrar endurreisnar og grænna umskipta í ljósi covid-19

30.04.20 | Fréttir
Anholt Vindmøllepark
Photographer
NIB
Þegar heimshagkerfinu verður ýtt aftur af stað í kjölfar Covid-19 kreppunnar skiptir höfuðmáli að græn umskipti verði hugsuð inn í endurreisnarferlið eins og vél. Þetta er boðskapur norrænu loftslags- og umhverfismálaráðherranna eftir fund á fimmtudaginn. Um leið notuðu norrænu ráðherrarnir tækifærið til þess að lýsa skilyrðislausum stuðningi við bresku formennskuna og undirbúninginn sem hefur farið fram í sambandi við COP26 sem nú hefur verið frestað.

Covid-19 faraldurinn hefur valdið heilsufarslegri og efnahagslegri kreppu og við gerum okkur ekki enn grein fyrir umfangi hennar. Norrænu ráðherrunum er mikið í mun að tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir græna endurreisn efnahagsins ásamt auknum metnaði í loftslagsmálum fram til COP26.

Í ljósi þessa er mikilvægt að auka áhuga á fjárfestingum í grænum lausnum meðal einkafjárfesta og með norrænu samstarfi þar sem áhersla er lögð á græna endurreisn norrænu hagkerfanna.

Tækifærin til þess að skapa alþjóðlegan drifkraft með því að virkja röð alþjóðlegra grænna fjárfestinga voru rædd í hringborðsumræðum norrænu ráðherranna og norrænna lífeyrissjóða en fundi ráðherranna lauk með þessum umræðum.

„Við stöndum á krossgötum í loftslagsmálum og það skiptir sköpum að við kvikum ekki frá áherslunni á grænar lausnir. Þess vegna er ég afar ánægður með skilaboðin frá fundinum í dag þar sem allir voru sammála um að við eigum að vera virk í því að fylgja því eftir að samlegð verði milli efnahagslegrar endurreisnar og grænna umskipta,“ segir Dan Jørgensen, loftslags-, orku- og veitumála Danmerkur.

Stuðningur við formennsku COP26

Fulltrúi bresku formennsku COP26 tók þátt í fundi dagsins. Norrænu ráðherrarnir notuðu um tækifærið til þess að lýsa skilyrðislausum stuðningi við viðleitni formennskunnar til að tryggja framsýna loftslagsráðstefnu.

Stuðningnum verður fylgt eftir með formlegri yfirlýsingu.

Yfirlýsing um hnattrænt samkomulag um skaðleg efni og úrgang

Ráðherrarnir undirrituðu auk þess á fundinum yfirlýsingu þar sem metnaðarfull tilmæli þeirra til samningaviðræðna um hnattrænt samkomulag um skaðleg efni og úrgang koma fram. Endurnýja á gildandi samkomulag um örugga meðferð skaðlegra efna, SAICM*, á The International Conference on Chemical Management (ICCM5) sem haldin verður í Bonn í júlí 2021.

„Ég er ánægð með að við erum búin að ganga frá skýrum norrænum tilmælum og sérstaklega finnst mér gott að við séum sem sameiginlegan stuðning við að tryggja hnattrænan ramma um meðferð skaðlegra efna og úrgangs. Þetta getur haft mikil og jákvæð áhrif á umhverfi okkar,“ segir Lea Wermelin, umhverfisráðherra Danmerkur.

Markvisst og mikilvægt framlag

Í yfirlýsingunni er fjallað um hringrásarframleiðslu og regluverk um úrgang. Þar er bent á nauðsyn sameiginlegs bindandi eignarhalds sem nær til stjórnvalda, einkageirans, iðnararins og almennings og áhersla lögð á að vaxandi notkun skaðlegra efna í heiminum sé stór umhverfisleg áskorun sem taka verði á strax.

Yfirlýsingin er markvisst og mikilvægt framlag til þróunar á metnaðarfullu samstarfi um meðferð skaðlegra efna.

Leiðarvísir vegna úrgangs í sjó og örplasts

Norrænu umhverfisráðherrarnir voru einnig sammála um að halda áfram vinnunni við að styðja við hin metnaðarfullu markmið um alþjóðlegt bindandi samkomulag um úrgang í sjó og örplast. Ráðherrarnir samþykktu vegvísi vegna vinnu fram að Umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna 2021 þar sem alþjóðlegt samkomulag um plast og vernd hafsins er á dagskrá.

Vinnan er í samræmi við ráðherrayfirlýsinguna frá 2019, „Yfirlýsing norrænna ráðherra þar sem kallað er eftir alþjóðlegu samkomulagi um að vinna gegn plastúrgangi í sjó og örplasti“.

„Best er að fást við hnattrænar áskoranir sem ná yfir landamæri, eins og úrgang í sjó, með traustu alþjóðlegu samstarfi og sem norrænir umhverfisráðherrar tökum við þátt í að setja alþjóðlega dagskrá á sviði umhverfismála. Norræna umhverfissamstarfið er til fyrirmyndar og mikilvægur liður í vinnunni við hnattrænt tæki,“ segir Lea Wermelin, umhverfisráðherra Danmerkur.

*SAICM er pólitískt en ekki lagalega bindandi tæki sem á að tryggja að farið sé með öruggum hætti með skaðleg efni á sviði umhverfismála, heilbrigðismála og í atvinnulífinu. Hin opna nálgun og víðtæk þátttaka styrkir og dreifir eignarhaldi og innleiðingu SAICM, þar með einnig í einkageiranum.