Um formennsku í Norrænu ráðherranefndinni

Nordiska flaggor
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/Norden.org
Norðurlöndin fimm skiptast á að fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni eitt ár í senn.

Norðurlöndin fimm fara með formennsku í eitt ár í senn í Norrænu ráðherranefndinni.

Formennskan skiptist á milli landanna eftir sérstöku kerfi sem byrjar á Danmörku, þá kemur Finnland, Noregur, Svíþjóð og Ísland. Breyta má kerfinu með sérstakri ákvörðun ef sterk rök liggja fyrir því.

Formennskulandið stýrir starfinu á samstarfssviðunum. Gerð er formennskuáætlun þar sem settar eru og kynntar pólitískar áherslur norræna ríkisstjórnarsamstarfsins næsta árið.

Forsætisráðherra kynnir formennskuáætlunina á Norðurlandaráðsþingi sem haldið er árlega. þinginu. Áætlunin er gefin út á prenti og í rafrænu formi.

Það land sem fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni fer einnig með formennsku funda norrænu forsætisráðherranna á árinu. Sama á við um fundi utanríkis- og varnarmálaráðherranna, sem alltaf eru haldnir án íhlutunar Norrænu ráðherranefndarinnar. Fulltrúar þess lands sem fer með formennsku hverju sinni fara einnig með formennsku í embættismannanefndum.