Börn gera Norðurlönd að stað þar sem best er fyrir börn að vera

15.01.20 | Fréttir
Astrid Krag og nordiske børn
Ljósmyndari
norden.org
Börn og ungmenni hvaðanæva að á Norðurlöndum hafa samið ályktun um réttindi barna sem þau leggja í dag fyrir ráðherra, umboðsmenn og fagfólk á Norræna barnaþinginu í bækistöðvum SÞ í Kaupmannahöfn.

Börn og fullorðnir þurfa að vita hver réttindi okkar eru því að það hefur áhrif á hvernig fullorðnir koma fram við okkur. Þess vegna vona ég að ályktun okkar verði til að fleiri börn átti sig á réttindum sínum og að stjórnmálamenn byggi á ályktuninni svo að hún þjóni tilgangi.

Sylvester, nemandi

Tryggja á aðkomu barna og ungmenna að ákvörðunum sem þau varðar og sjá til þess að á skoðanir þeirra sé hlustað. Þetta er eitt af þremur áköllum í sameiginlegri ályktun 65 barna og ungmenna frá Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Álandseyjum sem er ætlað að gera Norðurlönd að þeim stað í heiminum þar sem best er að vera fyrir börn. Barnaþingið er haldið í tilefni 30 ára afmælis barnasáttmálans 20. nóvember 2019 af hálfu Norrænu ráðherranefndarinnar, Barnaráðsins danska, félags- og innanríkismálaráðuneytis Danmerkur og UNICEF í Danmörku. 

 

 „Í raun snýst þetta um að börn og fullorðnir þurfa að vita hver réttindi okkar eru því að það hefur áhrif á hvernig fullorðnir koma fram við okkur. Þess vegna vona ég að ályktun okkar verði til að fleiri börn átti sig á réttindum sínum og að stjórnmálamenn byggi á ályktuninni svo að hún þjóni tilgangi,“ segir Sylvester, 15 ára, sem skipar sæti í sendinefnd barna frá Danmörku á Norræna barnaþinginu.

Ályktunin hefur að geyma beinar tillögur barnanna um hvernig hægt sé að nýta hana innan fjöskyldunnar og í skóla, tómstundum og nærumhverfi. Börnin benda sjálf á að á þessum stöðum verji þau lengstum tíma. Börnin unnu ályktunina út frá barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hófust handa við hana þegar haustið 2019 en þá komu hópar barna frá öllum löndunum og sjálfsstjórnarsvæðunum átta saman til að ræða skoðanir sínar og tillögur, þar á meðal um aukna þátttöku barna. 

 

„Börn eiga rétt á að fá áheyrn og að taka þátt. Við í UNICEF höfum haft mjög góða reynslu af öllum réttindaskólunum okkar þar sem börn og ungmenni taka höndum saman um að semja ályktanir sem hafa bein áhrif á daglegt líf þeirra,“ segir Karen Hækkerup, framkvæmdastjóri UNICEF í Danmörku. 

Við eigum að bæta okkur í því að hlusta á börn og fá þau til samstarfs um ákvarðanir sem varða þeirra eigið líf. Þess vegna hlakka ég sérstaklega til þess að ræða við börnin í dag um einmitt þetta málefni. Til dæmis í erfiðum málum, eins og þegar börn sem búa við ofbeldi og óreglu eru tekin af heimili sínu, eigum við að tryggja betur að tillit sé tekið til afstöðu barna og réttar þeirra til verndar.

Astrid Krag, félags- og innanríkismálaráðherra Danmerkur

Stjórnmálamenn á Norðurlöndum hlusta á börnin

Pólitískan stuðning þarf til að meginatriðin þrjú í ályktuninni geti orðið að veruleika en þau eru að tryggja frekari aðkomu barna og ungmenna að ákvörðunartöku, auka þekkingu á barnasáttmálanum og sjá til að öll börn og ungmenni öðlist hlutdeild í innihaldsríku samfélagi. Þess vegna munu barnahóparnir frá löndunum og sjálfsstjórnarsvæðunum átta einnig eiga samstarf við hópa fullorðinna en í þeim eiga meðal annars ráðherrar og umboðsmenn barna sæti. Einn af pólitísku fulltrúunum er Astrid Krag, félags- og innanríkismálaráðherra Danmerkur, sem fagnar því að raddir barna fái að heyrast.

 

„Við eigum að bæta okkur í því að hlusta á börn og fá þau til samstarfs um ákvarðanir sem varða þeirra eigið líf. Þess vegna hlakka ég sérstaklega til þess að ræða við börnin í dag um einmitt þetta málefni. Til dæmis í erfiðum málum, eins og þegar börn sem búa við ofbeldi og óreglu eru tekin af heimili sínu, eigum við að tryggja betur að tillit sé tekið til afstöðu barna og réttar þeirra til verndar,“ segir Astrid Krag, félags- og innanríkismálaráðherra. 

 

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, er sammála ráðherranum danska.

 

„Það gefur því aukið vægi þegar börn hvaðanæva að á Norðurlöndum koma saman á Norræna barnaþinginu og kynna hugmyndir sínar sem verða pólitískum valdhöfum stuðningur í áframhaldandi viðleitni þeirra við að laða börn og ungmenni til þátttöku.“ Vinnunni að ályktuninni og markmiðínu um að Norðurlönd verði besti staðurinn til að vera barn lýkur ekki þegar Norræna barnaþinginu verður slitið. Barnahóparnir átta taka ályktunina og framkvæmdaáætlanirnar heim með sér og hefja samstarf sitt við fullorðna um að hrinda öllum tillögunum í framkvæmd.

Það gefur því aukið vægi þegar börn hvaðanæva að á Norðurlöndum koma saman á Norræna barnaþinginu og kynna hugmyndir sínar sem verða pólitískum valdhöfum stuðningur í áframhaldandi viðleitni þeirra við að laða börn og ungmenni til þátttöku.

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Um Norræna barnaþingið

Norræna barnaþingið er samstarfsverkefni félags- og innanríkismálaráðuneytisins í Danmörku, Norrænu ráðherranefndarinnar, UNICEF í Danmörku og Barnaráðsins danska. Upphafið má rekja til tillögu Norrænu ráðherranefndarinnar á fundi norrænu félagsmálaráðheranna í Reykjavík árið 2019. Í aðdraganda Norræna barnaþingsins höfðu 65 börn frá Danmörku, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Álandseyjum samið ályktun með tillögum um hvernig Norðurlönd gætu orðið að stað þar sem best er að vera fyrir börn. Ályktunin á að liggja til grundvallar framkvæmdaáætlunum í löndunum sem verða teknar saman á ráðstefnu sendinefnda bæði barna og fullorðinna fimmtudaginn 16. janúar 2020 í bækistöðvum Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. 

 

 

Norræna ráðherranefndin er opinber samstarfsvettvangur norrænu ríkisstjórnanna. Norræna ráðherranefndin vinnur að sameiginlegum lausnum á þeim sviðum þar sem Norðurlöndin geta náð betri árangri með því að vinna saman en með því að leysa verkefnin hvert í sínu lagi.