Norrænir ráðherrar funda um kórónufaraldurinn

19.03.20 | Fréttir
Christine Peterson/SIPA/Ritzau Scanpix
Photographer
Christine Peterson/SIPA/Ritzau Scanpix

  

Í ljósi þróunarinnar undanfarið ákvað Norræna ráðherranefndin að halda fund um stöðuna og viðbrögð við kórónuveirunni á Norðurlöndum.

Félags- og heilbrigðismálaráðherrar norrænu ríkjanna studdust við fjarfundabúnað á óformlegum fundi Norrænu ráðherranefndarinnar um félags- og heilbrigðismál í dag þar sem fjallað var um COVID-19. Danmörk fer með formennsku í ráðherraráðinu og það , var Magnus Heunicke, ráðherra heilbrigðismála og málefna eldri borgara í Danmörku, sem var gestgjafi fundarins.

Á fundinum fór hver ráðherranna yfir viðbrögð síns ríkis við þeirri risavöxnu áskorun sem Norðurlönd standa frammi fyrir, áskorun sem skapar gríðarlegt álag á heilbrigðiskerfi okkar og ógnar lýðheilsu á Norðurlöndum og víðar. 

Velferðarkerfi Norðurlanda eiga svo margt sameiginlegt hvert með öðru að ríkin geta lært af aðgerðum hvers annars á heilbrigðissviðinu. Nú nýtum við það í baráttunni gegn COVID-19.  

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Aðgerðir gegn COVID-19

Á fjarfundinum var rædd staða faraldursins í norrænu ríkjunum, meðal annars fjöldi þeirra sem lagst hafa á gjörgæslu og fjöldi smitaðra barna og ungmenna, sem og aðgerðir einstakra landa og snertiflöt þeirra við aðgerðir ESB. Mikilvægi þess að skiptast á upplýsingum um þær aðgerðir sem virka verður varla ofmetið, segir Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

- Velferðarkerfi Norðurlanda eiga svo margt sameiginlegt hvert með öðru að ríkin geta lært af aðgerðum hvers annars á heilbrigðissviðinu. Nú nýtum við það í baráttunni gegn COVID-19.