Samtaka um framtíðarlausnir

Formennskuáætlun Danmerkur í Norrænu ráðherranefndinni 2020

Upplýsingar

Publish date
Abstract
Undir sameiginlegri formennsku Danmerkur, Grænlands og Færeyja hyggjumst við vinna að því að gera að veruleika hinu nýju framtíðarsýn að Norðurlönd verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Framtíðarsýnin markar skýra stefnu með áherslu á græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Hin válega þróun í loftslagsmálum er eitt stærsta viðfangsefnið sem við stöndum frammi fyrir. Aðgerða er þörf og Norðurlönd verða taka forystuna.Við viljum virkja unga fólkið og byggja ofan á hið öfluga samstarf og samheldnina sem ríkir á milli landa okkar, þar sem almenningur leikur stórt hlutverk.Norðurlönd eiga að geta tekist á við þær áskoranir sem við okkur blasa. Það gerum við best með því að vinna saman. Þess vegna er yfirskrift sameiginlegrar formennskuáætlunar okkar „Samtaka um framtíðarlausnir“.
Publication number
2019:744