Ragnheiður Elín Árnadóttir (Replik)

Informasjon

Speech type
Replikk
Speech number
344
Speaker role
industri- og handelsminister
Date

Kæru norrænu vinir. Ég vil, eins og áðan þegar ég ræddi áætlunina um nýsköpunarsamstarf, meðtaka gagnrýnina sem lögð hefur verið fram á ferlið. Ég fullvissa þingheim um að það er ekki af áhugaleysi ráðherranna heldur eru þetta tímasetningar sem hafa einfaldlega ekki staðist og fundartímar sem hafa verið of nálægt þinginu. Við heyrum þetta og tökum tillit til þess í áframhaldandi vinnu okkar og pössum upp á að þessi gagnrýni muni ekki heyrast hér á næsta þingi. Varðandi verkefni, hvort hægt sé að bæta við, þá er áætlunin tiltölulega almenn, eins og ég sagði, það er rammi sem hægt er að bæta einstökum verkefnum inn í. Ef menn koma með góðar ábendingar og tillögur í þeim efnum verður að sjálfsögðu tekið tillit til þess. Varðandi þau þrjú atriði sem finnski þingmaðurinn nefndi tek ég undir mikilvægi ESB-samstarfsins og það er í áætluninni. Sameiginlegi raforkumarkaðurinn á Norðurlöndum — unnið er að því inni í áætluninni. Hvort ég geti svarað því hvernig verðlagningu verði háttað og samkeppni tryggð — ég er ekki viss um að það verði endilega úrlausnarefni nefndarinnar en þessi áætlun er sannarlega til umfjöllunar í áætluninni. Eins varðandi eldsneyti í samgöngum — það er sérstaklega tiltekið að það verði til skoðunar í áætluninni. Ég þakka góðar viðtökur.

Skandinavisk oversettelse

Kære nordiske venner. Jeg vil, som da jeg talte tidligere om programmet for innovationssamarbejdet, tage den kritik af processen til mig, der er fremsat. Jeg forsikrer plenum om, at det ikke skyldes ministerens manglende engagement men udelukkende en tidsplan, som ikke kunne holde, og hvor mødedatoerne har været for tæt på sessionen. Vi hører det, og vi tager hensyn til det i det videre arbejde og sørger for, at denne kritik ikke vil gentage sig på næste session. Hvorvidt man kan tilføje projekter, så er svaret, at programmet er forholdsvis generelt. Og som jeg sagde tidligere, så er der tale om en ramme, hvor man kan tilføje konkrete projekter. Kommer der gode kommentarer og forslag, vil der selvfølgelig blive taget højde for dem. Hvad angår de tre punkter, som den finske parlamentariker nævnte, så er jeg enig om betydningen af EU-samarbejdet, hvilket også fremgår af programmet. Et fælles elmarked i Norden arbejdes der også på inden for programmets rammer. Om jeg kan give et svar på, hvordan prissætningen foregår, eller konkurrencen bliver sikret — så er jeg ikke sikker på, at det nødvendigvis er en opgave, som komitéen skal løse, men spørgsmålet berøres tydeligt i programmet. Det samme gælder brændstof til transport. Det fremhæves eksplicit, at dette bliver behandlet i programmet. Jeg takker for god respons.