Höskuldur Þórhallsson (Hovedindlæg)

Informasjon

Speech type
Hovedinnlegg
Speech number
3
Speaker role
Nordisk Råds Præsident
Date

Hæstvirtir forsetar þjóðþinga Norðurlanda, ráðherrar og gestir og háttvirtir þingmenn Norðurlandaráðs, kæru norrænu vinir. Það er mér sönn ánægja fyrir hönd Norðurlandaráðs að bjóða ykkur hjartanlega velkomin til Reykjavíkur til þátttöku 67. þingi Norðurlandaráðs. Ég bið einnig velkomna starfsmenn og fulltrúa frá samtökum, stofnunum og fjölmiðlum sem fylgjast með þingstörfum. Það er ánægjulegt að þið skulið sýna norrænu samstarfi áhuga.

Kæru vinir. Þing Norðurlandaráðs er bæði vinafundur og uppskeruhátíð norrænnar samvinnu. Hér komum við saman, ræðum hvort við annað og tökum ákvarðanir um málefni sem efst eru á baugi og unnið hefur verið að. Meginþemu þingsins að þessu sinni eru norræn framtíðarsýn og alþjóðastjórnmál.

Þótt þing Norðurlandaráðs sé nú komið á löggiltan eftirlaunaaldur, sem er 67 ár hér á Íslandi, þá eru á því engin ellimerki. Þvert á móti, norrænt samstarf er síkvikt og í stöðugri þróun og hefur í áranna rás lagað sig að nýjum áskorunum og nýjum veruleika.

Og þannig á það að vera. Við þurfum alltaf að vera vakandi fyrir því á hvern hátt við getum brugðist við nýjum aðstæðum. Norðurlandaráð hefur þannig með nokkru millibili endurskoðað skipulag sitt og verklag. Sérstakur umbótahópur hefur starfað innan Norðurlandaráðs og þegar hefur nokkrum tillögum verið hrundið í framkvæmd. Ég nefni sem dæmi:

Umbætur á ferli við gerð fjárhagsáætlunar bæði innan Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem horft er til þess að markmiðssetning sé skýrari og árangur áþreifanlegri.

Kynningu á nýjum tillögum á þingi áður en þær eru ræddar og afgreiddar í nefndum. Þetta tókum við upp á þinginu í Stokkhólmi í fyrra og reyndist vel. Með þessu fáum við möguleika til líflegra pólitískra umræðna um afmörkuð mál.

Fyrir þessu þingi liggur svo tillaga um breytingu á nefndaskipulagi Norðurlandaráðs auk þess sem starfshópur vinnur að endurskoðun á starfsreglum ráðsins. Hvort tveggja tel ég mikilvægt.

Ég held að við séum sammála um að ekki verði staðar numið í umbótastarfinu hér. Við eigum að halda áfram að vera sjálfsgagnrýnin og spyrja sífellt hvernig haga megi starfinu svo tryggt sé að það sé sem sýnilegast og gagnist almenningi best. Norrænt samstarf er fyrst og fremst samstarf fólksins og hlutverk stjórnmálamanna í því er að skapa opinn vettvang fyrir samskipti þjóðanna á sem flestum sviðum. Ég hlakka því til að fylgjast með þemaumræðu með norrænu forsætisráðherrunum sem hefst hér strax á eftir um möguleika á auknu og nánara Norðurlandasamstarfi.

 

Kæru vinir. Alþjóðastjórnmál hafa hlotið aukið vægi í starfi Norðurlandaráðs á liðnum árum. Að hluta til er það eðlileg þróun á tímum hnattvæðingar, boðskiptabyltingar og síaukinna samskipta. En það eru einnig viðbrögð við þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er vegna átakanna í Úkraínu þar sem landamærum hefur verið breytt með hervaldi í fyrsta skipti frá lokum síðari heimsstyrjaldar.

Norðurlandaráð hefur í aldarfjórðung horft til nærsvæða sinna í austri og beitti sér á sínum tíma til stuðnings við sjálfstæði Eystrasaltsþjóðanna. Æ síðan höfum við átt einstakt og náið samstarf við starfssystkin okkar og vini í Eystrasaltsríkjunum. Við höfum einnig átt gott samstarf við nágranna okkar í Rússlandi þótt skugga beri á nú um stundir vegna Úkraínu.

Þessi mál ræðum við betur í utanríkismálaumræðunni á morgun. Án þess að vilja þjófstarta þeirri umræðu þá vil ég nefna hér að ráðið stendur frammi fyrir grundvallarspurningu varðandi nálgun okkar á alþjóðamál. Við höfum litið svo á að samskipti og umfjöllun um nærsvæði eigi heima á borði ráðsins og undir þau falla nágrannasamskipti í austur jafnt sem vestur og áhersla á norðurslóðamál. Við höfum að sama skapi verið hikandi í að fjalla um utanríkismál fjarri heimahögum eins og umræða um fyrirliggjandi tillögu um Palestínu hefur sýnt. En múrbrot hnattvæðingarinnar halda áfram, fjarlægðir hætta að skipta máli og mörk nærsvæðanna dofna þegar atburðir sem virðast víðs fjarri hafa bein áhrif á daglegt líf okkar.

Flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi, sem við fjölluðum um á fundi í gær, er áminning um það að þróunin í Miðausturlöndum skapar stórar áskoranir – líka hjá okkur. Heimurinn heldur áfram að minnka og úrlausnarefnin fléttast saman í síauknum mæli. Ég er því þeirrar skoðunar að Norðurlandaráð eigi enn að efla alþjóðastarf sitt og teygja það út fyrir áðurnefnd nærsvæði þegar við á.

Auk þessara meginþema, norrænnar framtíðarsýnar og alþjóðastjórnmála, liggja fjöldamörg og fjölbreytt málefni fyrir þinginu. Ég vil að lokum vekja athygli á að hér verður í fyrsta skipti efnt til sérstaks fyrirspurnartíma norrænu umhverfisráðherranna á þinginu og er það vel nú þegar líður að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París. Loftslagsbreytingar hafa sannarlega áhrif á alla jarðarbúa. Þær breytingar eru hraðar á norðurslóðum og við sjáum áhrif þeirra glöggt á okkar viðkvæmu vistkerfi.

Kæru vinir. Það er von mín og sannfæring að við eigum árangursríka daga fram undan við þinghald hér í Hörpu. Ég lýsi 67. þing Norðurlandaráðs sett.

Skandinavisk oversættelse

Ærede formænd for de nationale parlamenter i Norden, ministre og gæster, ærede medlemmer af Nordisk Råd, kære nordiske venner. Det er mig en sand glæde, på vegne af Nordisk Råd, at byde jer hjerteligt velkommen til Reykjavik til deltagelse i Nordisk Råds 67. session. Jeg byder også velkommen til ansatte og repræsentanter fra organisationer, institutioner og medier, der overværer sessionen. Det er en fornøjelse, at I viser interesse for det nordiske samarbejde.

Kære venner. Nordisk Råds session er ikke blot et sted, hvor venner mødes, men også et høstgilde for det nordiske samarbejde. Vi mødes her, taler med hinanden og tager beslutninger om aktuelle emner, som er blevet forberedt. Sessionens hovedtemaer er nordiske visioner og international politik.

Til trods for, at Nordisk Råds sessioner har nået den lovformelige pensionsalder, som her i Island er 67 år, så aner man ingen tegn på alderdom. Tværtimod. Nordisk samarbejde er i konstant bevægelse og udvikling, og i årenes løb har samarbejdet formået at tilpasse sig nye udfordringer og en ny virkelighed. 

Og sådan skal det være. Vi bør altid være opmærksomme på, hvordan vi kan forholde os tilnye omstændigheder. Således har Nordisk Råd jævnligt revideret sin organisation og rutiner. En særlig reformgruppe har arbejdet internt i Nordisk Råd, og allerede nu er flere forslag blevet implementeret. Jeg nævner nogle eksempler: 

Budgetreformen, både i Nordisk Råd og Nordisk Ministerråd, med vægt på tydligere målsætninger og mere konkrete resultater.

Nye forslag bliver fremlagt på sessionen, inden de går videre til diskussion og behandling i udvalgene. Vi gjorde det første gang på sessionen i Stockholm sidste år, og det viste sig at blive vellykket. Dermed skaber vi mulighed for en livlig politisk debat om afgrænsede temaer.

På denne session foreligger et forslag om en ny udvalgsstruktur i Nordisk Råd, og en arbejdsgruppe er i gang med at revidere rådets forretningsorden. Jeg anser, at begge dele er vigtige. 

Jeg tror, at vi er enige om, at reformarbejdet ikke stopper her. Vi må fortsat være selvkritiske og hele tiden spørge os selv, hvordan vi tilrettelægger arbejdet for at sikre, at det bliver så synligt som muligt og kommer medborgerne til gode. Nordisk samarbejde er først og fremmest folkets samarbejde, hvor politikernes rolle består i at skabe et åbent forum for kontakter på tværs af grænserne på så mange områder som muligt. Derfor glæder jeg mig til at følge med i temadebatten med de nordiske statsministre, som begynder lige om lidt, om muligheden for et øget og tættere nordisk samarbejde. 

 

Kære venner. International politik har fået større vægt i Nordisk Råds arbejde i de senere år. Dels er der tale om en naturlig udvikling i en tid med globalisering, kommunikationsrevolution og stadig flere kontakter. Men der er også tale om en reaktion på den alvorlige situation, der er opstået på grund af konflikten i Ukraine, hvor landegrænser er blevet rykket med militær magt for første gang siden slutningen af 2. verdenskrig. 

I et kvart århundrede har Nordisk Råd rettet blikket mod nærområderne i øst og arbejdede i sin tid for at bakke op om balternes selvstændighed. Lige siden har vi haft et enestående og nært samarbejde med vores kolleger og venner i de baltiske lande. Vi har også haft et godt samarbejde med vores naboer i Rusland, selv om det nu overskygges af situationen i Ukraine. 

Vi kommer nærmere ind på disse emner under udenrigsdebatten i morgen. Uden at ville tyvstarte den debat, vil jeg blot nævne, at rådet står over for et principielt spørgsmål om, hvordan vi griber internationale spørgsmål an. Vi har været af den opfattelse, at kontakter med og behandling af nærområderne hørte hjemme på rådets bord, herunder kontakter til naboer i øst såvel som i vest samt arktiske anliggender. Derfor har vi været afventende med at diskutere udenrigspolitik, når det handlede om fjerne egne, hvilket debatten om det foreliggende forslag om Palæstina har demonstreret. Men globaliseringen bliver ved med at brække mure ned, afstande bliver mindre afgørende og nærområdernes grænser blegner, når begivenheder, der forekommer fjerne, får direkte indflydelse på vores hverdag. 

Flygtningestrømmen fra Syrien, som vi tale om på et møde i går, påminder os om at udviklingen i Mellemøsten skaber store udfordringer – også hos os. Verden bliver mindre og mindre, og udfordringerne bliver vævet stadig tættere ind i hinanden. Derfor mener jeg, at Nordisk Råd skal fortsætte med at styrke sit internationale engagement og strække det endnu længere end til de førnævnte nærområder, når det er relevant.

Ud over disse hovedtemaer, nordiske visioner og international politik, bliver mange flere og forskellige emner behandlet på sessionen. Jeg vil afslutte med at henlede jeres opmærksomhed på, at der for første gang arrangeres her på sessionen en særlig spørgetime med de nordiske miljøministre, hvilket er glædeligt med tanke på det forestående FN‘s klimatopmøde i Paris. Klimaændringerner påvirker så sandelig samtlige jordboere. Der sker hurtige ændringer i de arktiske egne, og vi ser deres tydelige fodaftryk i vore sarte økosystemer.

Kære venner. Jeg håber og det er min overbevisning, at vi får nogle gode sessionsdage her i Harpa. Jeg erklærer hermed Nordisk Råds 67. session for åben.