Kolbeinn Óttarsson Proppé (Svar på replik)

Informasjon

Speech type
Svar på replikk
Speech number
111
Speaker role
Nordisk grön vänsters talesperson
Date

Ég tek undir það með hv. ræðumanni að það er mikilvægt að Norðurlönd séu kjarnorkuvopnalaust svæði. Það er mikilvægt að norðurskautssvæðið sé kjarnorkuvopnalaust svæði. Hv. þingmaður kom inn á stærri og fleiri landsvæði og ég vil bara segja: Það er mikilvægt að jörðin sé kjarnorkuvopnalaus, það hlýtur að vera lokatakmark okkar með því sem við erum að vinna að hér.

Ég er líka sammála hv. þingmanni um að við munum sennilega fá fleiri tækifæri hér í starfi okkar — kannski því miður, því að það gengur hægt, í eitt skipti fyrir öll, að koma á samræmdri stefnu sem Norðurlöndin gætu gefið út til alheimsins sem sín sterku skilaboð.

Mig langar í lokin til að hvetja þingmenn hér inni, hvað sem verður, til að styðja þessa tillögu. Svo veit ég til þess að ICAN hefur sent einstökum þingmönnum þjóðþinga áskorun um að þeir skrifi undir tillöguna frá ICAN. Ég hvet alla til að skoða það.

Skandinavisk oversættelse

Jeg er enig med ærede taler i at det er vigtigt at Norden bliver en atomvåbenfri zone. Det er vigtigt at Arktis bliver en atomvåbenfri zone. Ærede medlem nævnte større og flere landområder, men jeg vil blot sige: Det er vigtigt at jordkloden er atomvåbenfri, det må være vores endelige mål med det som vi arbejder med her. Jeg er også enig med ærede medlem i at vi sandsynligvis vil få flere muligheder i vores arbejde — desværre havde jeg nær sagt, da det går langsomt, til en gang for alle at indføre en harmoniseret politik hvorved Norden kan udsende et stærkt signal til hele universet. Afslutningsvis har jeg lyst til at opfordre de medlemmer, der er til stede, uanset hvad der sker, til at støtte forslaget. Desuden er jeg vidende om at ICAN har sendt en opfordring til enkelte medlemmer af de nationale parlamenter om at underskrive forslaget fra ICAN. Jeg opfordrer alle til at se på det.