220. Guðmundur Ingi Guðbrandsson (Indlæg)

Informasjon

Speech type
Innlegg
Speech number
220
Speech statuses
Waiting for transcription
Date

Í fyrsta lagi: Kærar þakkir fyrir þessa fínu umræðu sem við eigum hérna um fjárhagsáætlunina. Ég vil byrja á því að segja að við höfum unnið mjög markvisst eftir leiðbeiningum dönsku endurskoðunarstofnunarinnar og erum svo sannarlega komin á rétt spor hvað varðar þær athugasemdir sem þau hafa komið fram með og við höfum markvisst verið að fylgja eftir, þannig að það er mjög jákvætt. Svo vil ég bara segja að við heyrum hvað þið segið varðandi mennta- og menningarmálin og höfum að sjálfsögðu heyrt það áður. Við tökum þessari gagnrýni alvarlega enda tekur málamiðlunin sem nú liggur fyrir fyrir árið 2023, og sömuleiðis málamiðlunin sem gerð var árið 2022, akkúrat mið af þessum ábendingum og þeirri gagnrýni sem komið hefur fram vegna menntamála og menningarmála.

Ég vil líka segja að lokum að við erum komin með gott ferli til að ræða þessi mál. Það hefur orðið til í síðustu tveimur formennskuáætlunum; hjá Finnlandi og hjá Noregi ásamt þeim löndum sem hafa verið í forsvari fyrir Norðurlandaráð, þannig að ég held að við stöndum betur að vígi til þess að ræða þessi mál fyrir 2024 en við gerðum fyrir tveimur árum síðan. Það er jákvætt og við skulum taka það með okkur inn í vinnuna áfram.

 

Skandinavisk oversettelse

För det första: Hjärtligt tack för den fina debatt som vi har här om budgeten. Jag skulle vilja börja med att säga att vi har arbetat mycket målinriktat enligt den danska riksrevisionens riktlinjer och att vi nu absolut är på rätt väg när det gäller den kritik som riksrevisionen har framfört och som vi målmedvetet har följt upp, vilket är en mycket positiv utveckling. Sedan skulle jag vilja säga att vi lyssnar till vad ni säger om utbildnings- och kulturfrågorna och har självklart lyssnat tidigare också. Vi tar den kritiken på högsta allvar och jag hänvisar till att kompromissen för år 2023, precis som den tidigare kompromissen för år 2022, tar hänsyn till dessa inspel och den kritik som har framförts angående utbildning och kultur.

Till sist skulle jag också vilja säga att vi nu har en bra process för hur vi hanterar dessa frågor. Den processen har upprättats under de två senaste ordförandeskapsperioderna, d.v.s. av Finland och Norge samt de länder som har innehaft presidentskapet i Nordiska rådet, och därför tror jag att vi nu ligger bättre till att diskutera dessa frågor inför 2024 än vi gjorde för två år sedan. Det är positivt och något att ta fasta på i det fortsatta arbetet.