Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Vinnare av Nordiska rådets Barn- och ungdomslitteraturpris 2013
Photographer
Magnus Froderberg/norden.org
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 2013 og eru veitt fagurbókmenntaverki sem er samið á einu af norrænu tungumálunum. Með fagurbókmenntaverki er í þessu sambandi átt við ljóðlist, prósa og leikrit sem uppfylla ítrustu kröfur um bókmenntaleg og listræn gæði.

Markmið verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á menningarsamkennd Norðurlanda og að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á sviði lista. Verðlaunin eiga að stuðla að því að beina athygli að samstarfi Norðurlanda og marka því stöðu stöðu.

Norræn dómnefnd velur verðlaunahafann

Sameiginleg norræn dómnefnd velur viðtakanda barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna. Í dómnefndinni sitja tveir fulltrúar frá hverju hinna norrænu ríkja.

Annar finnski fulltrúinn skal vera finnskumælandi og hinn skal vera sænskumælandi. Fulltrúar í dómnefnd skulu hafa góða þekkingu á barna- og unglingabókmenntum í heimalandi sínu og þekkja barna- og unglingabókmenntir nágrannalandanna eins vel og kostur er.

Ef verk eru tilnefnd frá Álandseyjum, Færeyjum, Grænlandi eða samíska tungumálasvæðinu þá starfa fulltrúar þeirra tímabundið í dómnefndinni.

Landsbundnar dómnefndir tilnefna verkin

Fulltrúar landanna og varamaður mynda dómnefnd sem tilnefnir að hámarki tvö bókmenntaverk. Í síðasta lagi þremur vikum fyrir afhendingu verðlaunanna þarf norræna dómnefndin að tilkynna framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs um ákvörðun sína og rökstuðning.

Verðlaunaveiting á þingi Norðurlandaráðs

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt ásamt öðrum verðlaunum á sviði bókmennta, tónlistar, kvikmynda og umhverfismála á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í tengslum við þing Norðurlandaráðs á haustin. Norræna húsið í Reykjavík hefur umsjón með verðlaununum og þau nema eins og önnur verðlaun Norðurlandaráðs 300.000 dönskum krónum (um 40.300 evrum).