Norðurlandaráð

Norðurlandaráð er opinber samstarfsvettvangur norrænu þjóðþinganna.

Information

Norðurlandaráð

Nefndir
Eftirlitsnefndin
Eftirlitsnefndin fylgist fyrir hönd þingsins með starfsemi sem fjármögnuð er úr sameiginlegum sjóðum Norðurlandanna.
Til stofnunar
Forsætisnefndin
Forsætisnefndin gegnir pólitísku forystuhlutverki í Norðurlandaráði. Hún ber ábyrgð á helstu pólitísku málaflokkum, skipulagningu og fjárhagsáætlanagerð auk norræna þingmannasamstarfsins í utanríkis- og öryggismálum.
Til stofnunar
Norræna sjálfbærninefndin
Nefndin vinnur að viðfangsefnum og málum sem snerta umhverfis- og náttúruvernd, náttúruauðlindir – þar á meðal nýtingu náttúruauðlinda í landbúnaði, sjávarútvegi og skógrækt. Loftslagsmál eru jafnframt mikilvægur hluti af starfi nefndarinnar – þar á meðal afleiðingar loftslagsbreytinga sem einkum má merkja á nyrstu svæðum Norðurlanda, til dæmis á Grænlandi vegna bráðnunar jökulhettunnar, en einnig hafa afleiðingar á alþjóðavettvangi og geta til dæmis leitt til straums loftslagsflóttamanna. Meðal annarra viðfangsefna nefndarinnar má nefna réttindi neytenda, fiskveiðistjórnun, stefnumótun í landbúnaði, matvæli, kjarnorkuöryggi, líffræðilegan fjölbreytileika og sjálfbærni. Lögð er áhersla á hvort tveggja norræn og alþjóðleg úrlausnarefni og lausnalíkön á áðurnefndum sviðum.
Til stofnunar
Norræna þekkingar- og menningarnefndin
Nefndin vinnur með málefni og mál sem snerta menningu, rannsóknir og menntun, grunn- og framhaldsskóla, fullorðinsfræðslu og alþýðufræðslu – þar á meðal mál sem snerta tungumálasamstarf, nýmiðla, færniþróun og nýsköpun á sviði menntamála. Menntun og fræðsla eru að mörgu leyti lykilinn að góðum starfsferli og þar með einnig lykilinn að góðu lífi fyrir unglinga og fullorðna og að góðu fjölskyldulífi þar sem velferð einstaklinga er ekki í hættu, til dæmis af völdum atvinnuleysis, fátæktar eða fíkniefnamisnotkunar. Nefndin vinnur einnig að málum sem snerta borgaralegt samfélag og afl og störf sjálfboðaliða, enda gegna þessir tveir þættir mikilvægu hlutverki í lýðræðislegu velferðarsamfélagi. Íþróttir, tungumál, kvikmyndir og fjölmiðlar, almenn og fjölbreytileg list og menning, og menning barna og ungmenna eru jafnframt á starfssviði norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar.
Til stofnunar
Norræna velferðarnefndin
Norræna velferðarnefndin leggur áherslu á norræna velferðarlíkanið. Hún leitast við að finna góðar efnahagslegar lausnir sem jafnframt eru sjálfbærar. Nefndin fæst meðal annars við mál sem snerta umönnun barna, ungmenna og aldraðra, fötlun, áfengi, fíkniefni og misnotkun. Einnig er unnið með viðfangsefni sem tengjast jafnrétti, borgaralegum réttindum, lýðræði, mannréttindum og baráttu gegn afbrotum. Samþætting innflytjenda, fólksflutningar og flóttamenn heyra jafnframt undir nefndina og sama er að segja um húsnæðismál og málefna frumbyggja Norðurlanda.
Til stofnunar
Norræna hagvaxtar– og þróunarnefndin
Nefndin vinnur að málefnum og viðfangsefnum sem snerta vinnumarkað og vinnuumhverfi, atvinnulíf, viðskipti, iðnað, orku, baráttu gegn stjórnsýsluhindrunum, samgöngumál og öryggi í samgöngumálum. Samstarf Norðurlanda snýst einnig að miklu leyti um frjálsa för á vinnumarkaði, en það er um leið eitt af flaggskipum Norðurlanda hvað varðar að standa vörð um velferð og atvinnulíf. Baráttan gegn stjórnsýsluhindrunum stuðlar að því að viðhalda þessu líkani, sem nýtur aðdáunar á alþjóðavettvangi og sem gerir almenningi auðveldara fyrir að stunda nám og starfa þvert á landamæri. Nefndin fjallar einnig um mál sem tengjast fjármála- og atvinnustefnu – þar á meðal rammaskilyrði rannsókna, framleiðslu og viðskipta, og í framhaldi því frjálsa för á mörkuðum og vinnumörkuðum á Norðurlöndum. Byggða- og uppbyggingarstefna, fjarskipti og upplýsingatækni eru einnig á starfssviði norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndarinnar.
Til stofnunar
Kjörnefndin
Kjörnefnd undirbýr og leggur fram tillögur að kjöri sem fer fram á þinginu.
Til stofnunar
Flokkahópar
Flokkahópur hægrimanna
Í flokkahópi hægrimanna eru fulltrúar frá sjö stjórnmálaflokkum á Norðurlöndum fimm auk Færeyja, Grænlands og Álandseyja.
Til stofnunar
Íhaldssami þjóðarflokkurinn (KF)
Fólkaflokkurin (Ff)
Hægrimenn (H)
Moderat Samling för Åland
Moderat Samling för Åland er hægrisinnaður stjórnmálaflokkur á Álandseyjum. Hann var stofnaður árið 1967 og hlaut núverandi heiti 2013 við samruna flokkanna Moderaterna Åland og Obunden samling.
Til stofnunar
Hófsami samstöðuflokkurinn (M)
Hófsami samstöðuflokkurinn er næst stærsti stjórnmálaflokkurinn í Svíþjóð, og jafnframt stærsti flokkurinn í borgaralegri ríkistjórn Svía. Forsætisráðherra hefur verið úr flokki hófsamra frá árinu 2006.
Til stofnunar
Flokkhópur óháðra (ObS)
Einingarflokkurinn (saml)
Sjálfstæðisflokkurinn (Sj.)
Flokkahópur jafnaðarmanna
Flokkahópur jafnaðarmanna er einn af stærstu flokkahópum Norðurlandaráðs og í honum eru fulltrúar jafnaðarmanna frá öllum norrænu löndunum og frá Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum.
Til stofnunar
Norski verkamannaflokkurinn (A)
Jafnaðarmannaflokkur Finnlands (sd)
Jafnaðarmannaflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur Finnlands. Jafnaðarmaðurinn Tarja Halonen var forseti Finnlands á árunum 2000 - 2012.
Til stofnunar
Javnaðarflokkurin (Jvfl.)
Samfylkingin (Sf)
Siumut (S)
Jafnaðarmannaflokkurinn Álandseyjum (ÅSD)
Jafnaðarmannaflokkur Álandseyja er elsti stjórnmálaflokkur Álandseyja, en hann var stofnaður 1906.
Til stofnunar
Jafnaðarmannaflokkurinn (S)
Danski jafnaðarmannaflokkurinn var stofnaður árið 1871. Hann er nú næst stærsti stjórnmálaflokkur Danmerkur.
Til stofnunar
Jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð (S)
Flokkahópur miðjumanna
Í flokkahópi miðjumanna eru aðal- og varamenn í Norðurlandaráði frá norrænu löndunum, Færeyjum, Grænlandi og Álandseyjum sem tilheyra frjálslyndum miðjuflokkum, grænum flokkum og kristilegum demókrötum.
Til stofnunar
Flokkur fólksins (Flf)
Miðflokkurinn (Mifl)
Framtíð Álandseyja (ÅF)
Miðjuflokkur Álandseyja (ÅC)
Eftir kosningarnar 2011 er miðjuflokkurinn stærsti flokkurinn á lögþingi Álandseyja (7 af 30 fulltrúum). Tveir ráðherrar í landsstjórn Álandseyja eru úr miðjuflokknum.
Til stofnunar
Atassut (A)
Björt framtíð (BF)
Miðflokkurinn í Finnlandi (cent)
Miðjuflokkurinn (C)
Miðjuflokkurinn er sænskur stjórnmálaflokkur með græn frjálslynd málefni á stefnuskrá sinni. Miðjuflokkurinn leggur áherslu á atvinnumál og fyrirtæki, loftslagsmál og velferð.
Til stofnunar
Grænir (gröna)
Grænir, finnskur stjórnmálaflokkur sem hefur umhverfismál á stefnuskrá sinni. Kjósendur flokksins eru flestir borgarbúar.
Til stofnunar
Lýðræðisflokkurinn(D)
Demokraterna (gl. Demokraatit) er grænlenskur lýðræðislegur stjórnmálaflokkur.
Til stofnunar
Framsókn
Framsóknarflokkurinn (Frfl)
Hållbart Initiativ
Hållbart Initiativ
Til stofnunar
Kristilegir demókratar (KD)
Kristilegir demókratar eru sænskur stjórnmálaflokkur. Stefnuskrá flokksins byggir á kristilegum gildum þar sem fyrst og fremst er lögð áhersla á málefni sem tengjast umönnun, heilsu, fjölskyldu og atvinnulífi.
Til stofnunar
Kristilegir demokratar í Finnlandi (kd)
Kristeligt Folkeparti (KrF)
Samtök frjálslyndra(LA)
Liberalerna (L)
Flokkur frjálslyndra á Álandseyjum(Lib)
Flokkur frjálslyndra á Álandseyjum er frjálslyndur stjórnmálaflokkur. Eftir kosningarnar 2007 var flokkurinn stærsti stjórnmálaflokkkur Álandseyja, en í kosningunum 2011 missti flokkurinn mikið fylgi. Nú eru fulltrúar frjálslyndra 6 af 30 á lögþingi Álandseyja og eru þeir í stjórnarandstöðu.
Til stofnunar
Umhverfisflokkurinn (MP)
Umhverfisflokkurinn grænir er sænskur stjórnmálaflokkur sem hefur grænan heima á stefnuskrá sinni. Auk loftslagsmála leggur flokkurinn áherslu á innflytjenda-, mennta- og atvinnumál.
Til stofnunar
Miðflokkurinn (M)
Moderaterne
Moderaterne (DK)
Til stofnunar
Inuit flokkurinn
Róttækir vinstrimenn (RV)
Samvinnuflokkurinn
Sambandsflokkurin (sb)
Miðjuflokkurinn (Sp)
Sjálvstýrisflokkurin (Sjfl.)
Svenska folkpartiet (sv)
Vinstri flokkurinn(V)
Vinstri(V), Noregi
Viðreisn (Vi)
Viðreisn var stofnuð 24. maí 2016 og fékk sína fyrstu fulltrúa á þing þegar kosið var til Alþingis á haustdögum 2016. Viðreisn er í flokkahópi miðjumanna.
Til stofnunar
Norrænt frelsi
Flokkahópinn Norrænt frelsi í Norðurlandaráði skipa þingmenn og varamenn þeirra frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. Hópurinn styður frelsi, lýðræði og hugmyndina um sjálfstæð þjóðríki.
Til stofnunar
Danski þjóðarflokkurinn (DF)
Sannir Finnar (saf)
Svíþjóðardemókratarnir (SD)
Svíþjóðardemókratarnir er stjórnmálaflokkur sem byggir á þjóðernishyggju og félagslegri íhaldssemi. Flokkurinn hlaut í fyrsta sinn kosningu til sænska þingsins árið 2010.
Til stofnunar
Norræn vinstri græn
Flokkahópurinn Norræn vinstri græn í Norðurlandaráði samanstendur af fulltrúum og varafulltrúum vinstri flokka á Norðurlöndum, einnig Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Í hópnum eru fulltrúar átta flokka á Norðurlöndum.
Til stofnunar
Alternativet (ALT)
Grænn stjórnmálaflokkur í Danmörku fyrir fólk sem vill stuðla að sjálfbærni, lýðræði, félagslegu réttlæti og frumkvöðlastarfi í heiminum.
Til stofnunar
Einingarlistinn(EL)
Inuit Ataqatigiit (IA)
Rauði flokkurinn (R)
Sósíalístíski þjóðarflokkurinn (SF)

Rauðgrænn flokkur í Danmörku sem vinnur að félagslegu réttlæti og umhverfisvernd. Flokkurinn berst fyrir veröld sem byggist á sjálfbærni og jöfnuði og hefur samstöðu og virðingu fyrir náttúrunni að leiðarljósi.

Til stofnunar
Sósíalíski Vinstriflokkurinn (SV)
Tjóðveldi (T)
Vinstribandalagið (vänst)
Vinstribndalagið(fi. Vasemmistoliitto) er vinstriflokkur sem hefur jafnrétti, frelsi og sjálfbæra þróun á stefnuskrá sinni. Flokkurinn er sá fimmti stærsti í Finnlandi.
Til stofnunar
Vänsterpartiet (V)
Vinstri hreyfingin - grænt framboð (Vg)
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Utan flokkahópa
Blá framtíð
Danmarksdemokraterne
Danmarksdemokraterne
Til stofnunar
Framfaraflokkurinn (FrP)
Hreyfingin (Hr)
Naleraq (GL)
Nunatta Qitornai
Nunatta Qitornai
Til stofnunar
Nye Borgerlige (NB)
Landsdeildir landanna
Landsdeild Álandseyja
Landsdeild Danmerkur
Landsdeild Finnlands
Landsdeild Færeyja
Landsdeild Grænlands
Landsdeild Íslands
Skrifstofur landsdeilda
Starfsfólk á skrifstofum landsdeilda.
Til stofnunar
Landsdeild Noregs
Landsdeild Svíþjóðar
Formennskuáætlun
Formennska í Norðurlandaráði 2024
Friður og öryggi á Norðurslóðum eru þema formennskuáætlunar Íslands í Norðurlandaráði 2024. Einnig er fjallað um umhverfismál og jafnréttismál í áætluninni.
Til stofnunar
Formennskuáætlun Noregs í Norðurlandaráði 2023

Forgangsverkefni í formennskuáætlun Noregs er örugg, græn og ung Norðurlönd. Þetta eru mikilvæg málefnasvið á tímum þar sem stríð geysar í Evrópu og við stöndum frammi fyrir loftslagsvá og orkukrísu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að við á Norðurlöndum stöndum saman. Ungt fólk er framtíðin og mikilvægir þátttakendur í samfélögum okkar og lýðræðinu.

Formennskuáætlun Noregs í Norðurlandaráði 2023 (pdf)

Til stofnunar
Formennskuáætlun Finnlands í Norðurlandaráði 2022
Í formennskuáætlun Finnlands fyrir árið 2022 eru nefnd ýmis svið sem sérstök áhersla verður lögð á: félagsleg, vistræn og efnahagsleg sjálfbærni Norðurlanda, öryggi á Norðurlöndum og Norðurlönd án landamæra. Einnig er áhersla lögð á norræna velferðarlíkanið og þau úrlausnarefni sem það stendur frammi fyrir, ekki síst í kjölfar COVID-19. Á árinu 2022 verður sjötíu ára afmæli Norðurlandaráðs líka fagnað og er það kjörið tilefni til að tileinka okkur starfshætti sem auka skilvirkni og stefnumörkun í norrænu samstarfi.
Til stofnunar
Formennskuáætlun Danmerkur í Norðurlandaráði 2021
Danir munu á formennskuári sínu 2021 leggja áherslu á þann lærdóm sem norræn lönd geta dregið af kórónuveirufaraldrinum og á afnám stjórnsýsluhindrana á Norðurlöndum. Formennskulandið vill vinna að eftirtöldum áherslusviðum: Norrænu varnar- og viðbúnaðarsamstarfi, norrænum aðgerðum í loftslagsmálum, norrænu ungmennastarfi í þágu menningar og tungumála og samstarfi um ferðaþjónustu.
Til stofnunar
Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði 2020
Í formennskuáætlun sinni leggur Ísland áherslu á þrjú svið: að standa vörð um lýðræðið, að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika og að efla kunnáttu í norrænu tungumálunum.
Til stofnunar
Formennska Svíþjóðar í Norðurlandaráði 2019
Norðurlönd sérhvern dag – lýðræði og almennur stuðningur
Til stofnunar
Formennskuáætlun Noregs í Norðurlandaráði 2018
Í heimi sem einkennist af breytingum og óróleika er norrænt samstarf mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Anspænis ófyrirsjáanlegum öryggispólitískum veruleika og mikilli þörf fyrir endurskipulagningu standa norrænu löndin betur að vígi sameinuð en sundruð.
Til stofnunar
Formennskuáætlun Finnlands í Norðurlandaráði 2017
Formennskuáætlun Finnlands í Norðurlandaráði 2017
Til stofnunar
Formennskuáætlun Danmerkur í Norðurlandaráði 2016
Formennskuáætlun Dana í Norðurlandaráði 2016
Til stofnunar
Formennska Íslands í Norðurlandaráði 2015
Formennskuáætlun Íslands í Norðurlandaráði 2015
Til stofnunar
Formennska Svía í Norðurlandaráði 2014
Formennskuáætlun Svía í Norðurlandaráði 2014
Til stofnunar
Skrifstofa Norðurlandaráðs
Skrifstofa Norðurlandaráðs undirbýr og fylgir eftir málum sem fjallað er um í forsætisnefndinni, nefndum og í öðrum stofnunum.
Til stofnunar
Skrifstofa Norðurlandaráðs í Brussel
Norðurlandaráð starfrækir skrifstofu í Brussel. Tilgangurinn með skrifstofunni er að fylgjast með Evrópusambandsmálum sem varða Norðurlandaráð og viðhalda tengslum við norræna aðila í Brussel. Tengsl Evrópuþingsins og Norðurlandaráðs hafa sérstaka þýðingu. Skrifstofunni var komið á fót í september 2017 og þar starfar einn starfsmaður.
Til stofnunar
Norðurlandaráð æskunnar (UNR)
Norðurlandaráð æskunnar er vettvangur stjórnmálasamtaka ungs fólks á Norðurlöndum.
Til stofnunar