Um umhverfisverðlaunin

Miljøpris 2022 tyr
Ljósmyndari
Scanpix.dk
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs voru sett á laggirnar til að efla vitund um náttúru- og umhverfisvernd á Norðurlöndunum. Þau hafa verið veitt frá árinu 1995 og eru afhent við sama tækifæri og önnur verðlaun Norðurlandaráðs.

Náttúru- og umhverfisverðlaunin eru veitt norrænni stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir náttúru og umhverfi í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum náttúru og umhverfi til góða.

Þriggja þrepa val á verðlaunahafa

Val á handhafa náttúru- og umhverfisverðlaunanna er þriggja þrepa ferli:

  • Allir geta sent inn tillögur
  • Dómnefndir þjóðlandanna velja þá sem fara í úrslit (2 eða 1) frá hverju landi
  • Dómnefndin kemur saman og velur verðlaunahafa

Dómnefndir í þjóðlöndum leggja fram tillögu um hverjir komast í úrslit

Ákvörðun um það hverjir komast áfram í þriðju umferð – úrslitaumferð – og hver hlýtur verðlaunin er tekin af norrænni dómnefnd, en í henni eiga sæti 13 fulltrúar: Tveir frá hverju Norðurlandanna og einn frá hverju sjálfstjórnarsvæðanna; Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Þessir fulltrúar landanna og sjálfstjórnarsvæðanna, ásamt varamönnum sínum, skipa dómnefndir ríkjanna og sjálfstjórnarsvæðanna.

Verðlaunin eru afhent á sama tíma og önnur norræn verðlaun fyrir bókmenntir, tónlist og kvikmyndir við hátíðlega athöfn á Norðurlandaráðsþingi, sem haldið er árlega að hausti.

Verðlaunaafhending á þinginu

Náttúru- og umhverfisverðlaunin nema sömu upphæð og verðlaunin fyrir bókmenntir, tónlist og kvikmyndir, það er að segja 300.000 danskra króna (um það bil 40.300 evrum), og hefur Norræna húsið í Reykjavík umsjón með verðlaununum.

Fyrri verðlaunahafar

Meðal þeirra sem hlotið hafa Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru Selina Juul, fyrir baráttu sína gegn matvælasóun, norsku umhverfissamtökin Bellona, grænlensku umhverfissamtökin Inuit Circumpolar Conference, skrifstofa staðardagskrár 21 (Ålands Agenda 21 kontor) Álandseyjum, umhverfisbaráttumaðurinn Bogi Hansen frá Færeyjum, sveitarfélagið Albertslund í Danmörku, þrír norrænir bankar auk Scandic-hótelanna.