Eining meðal norrænna ráðherra um alþjóðlegar loftslagsskuldbingingar

03.05.22 | Fréttir
Nordiske miljøministre
Ljósmyndari
Martin Lerberg Fossum
Norðurlöndin taka sameiginlega ábyrgð á framlagi svæðisins til alþjóðlegra samningaviðræðna. Á fundi í Ósló í dag ræddu ráðherrarnir meðal annars loftslagssáttmálann sem kenndur er við Glasgow, sameiginlega leið fram að COP27, norræna forystu í samningaviðræðum um alþjóðasamning um plastmengun, COP15 og framlag Norðurlanda til að uppfylla Clydebank-yfirlýsinguna: Að koma upp grænum siglingaleiðum á Norðurlöndum.

Til að undirstrika sameiginlegan metnað sinn samþykktu ráðherrarnir tvær ráðherrayfirlýsingar á fundinum í dag, eina um norrænan metnað fyrir nýjum samningi um líffræðilega fjölbreytni sem ljúka á við í Kunming í Kína í sumar og eina um grænar siglingar þar sem vísað er til Clydebank-yfirlýsingarinnar sem norrænu ráðherrarnir undirrituðu á COP26 í nóvember. Alls undirrituðu 22 lönd Clydebank-yfirlýsinguna sem meðal annars skyldar aðila til þess að koma upp sex grænum alþjóðlegum siglingaleiðum.

Á fundinum tóku norrænu ráðherrarnir ákvörðun um að vilja koma á fót grænum brúm fyrir kolefnishlutlausar siglingar milli hafna á Norðurlöndum.

Espen Barth Eide loftslags- og umhverfisráðherra Noregs segir: „Ég er afar ánægður með samstöðuna um að Norðurlönd eigi vitanlega að vera í fararbroddi um græn umskipti í siglingum.“

Ég er afar ánægður með samstöðuna um að Norðurlönd eigi vitanlega að vera í fararbroddi um græn umskipti í siglingum.

Espen Barth Eide

Sameiginlegar lausnir

Ráðherrarnir ræddu einnig helstu málefnasvið í tengslum við samningaviðræður um nýjan samning um líffræðilega fjölbreytni sem standa fyrir dyrum á COP15 í Kunming. Í því sambandi var undirrituð ráðherrayfirlýsing þar sem meðal annars kemur fram að ráðherrarnir átta sem viðstaddir voru: „Agree to step up efforts for and mainstream biodiversity in the Nordic Region through sustainable consumption and production initiatives, reduced food and plastic waste, healthy oceans, nature-based solutions, financing biodiversity and promoting human livelihoods, including the traditional livelihoods of indigenous peoples and local communities“.

Lea Wermelin umhverfisráðherra Danmerkur segir: „Við erum í miðri alþjóðlegri náttúrukreppu sem krefst sameiginlegra alþjóðlegra lausna. Ég geri mér miklar vonir um að COP15 i Kunming muni skila metnaðarfullum niðurstöðum og það er einmitt sá boðskapur sem okkur langar að senda frá Norðurlöndum með yfirlýsingunni í dag.“

Við erum í miðri alþjóðlegri náttúrukreppu sem krefst sameiginlegra alþjóðlegra lausna. Ég geri mér miklar vonir um að COP15 i Kunming muni skila metnaðarfullum niðurstöðum.

Lea Wermelin

Alþjóðlegur plastsamningur og farsæl formennska Norðmanna

Ráðherrarnir notuðu einnig tækifærið til að þakka loftslagsráðuneyti Noregs fyrir farsæla formennsku í alþjóðlegum samningaviðræðununum um alþjóðlegan plastsamning á UNEA 5.2 og undirrituðu sameiginlegt bréf sitt til Inger Andersen, framkvæmdastjóra umhverfisáætlunar SÞ (UNEP), þar sem lögð var áhersla á áframhaldandi stuðning Norðurlanda við að tryggja metnaðarfullan samning.

Norðurlöndin hafa lengi unnið ötullega einmitt að því að tryggja lagalega bindandi alþjóðlegan samning um plastúrgang í hafi. Það hafa þau meðal annars gert með því að tryggja traustan þekkingargrunn fyrir samningaviðræðurnar með skýrslunum „International sustainability criteria for plastic products in a global agreement on plastic pollution“ og „Possible elements of a new global agreement to prevent plastic pollution“.

Norrænu umhverfis- og loftslagsráðherrarnir hafa tvisvar áður undirritað ráðherrayfirlýsingar þar sem sameiginlegur norrænn metnaður vegna plasts er dreginn fram.

„Norræn ráðherrayfirlýsing um alþjóðasamning um plastmengun og markmið fyrir UNEA 5.2“ var undirrituð árið 2021. Og „Yfirlýsing norrænna ráðherra um þörf á nýjum alþjóðlegum samningi til að vinna gegn plastúrgangi í sjó“ sem var undirrituð 2020.

Mikill metnaður vegna COP27

Þá nýttu ráðherrarnir einnig fundinn til að ræða metnað Norðurlandanna fyrir COP27 í nóvember og hvernig Norðurlönd geti stuðlað að því að auka metnað í loftslagsmálum í samningaviðræðunum. Niðurstaða umræðnanna var sameiginleg yfirlýsing.

 

Ráðherrarnir hittast næst í nóvember.